Tuesday, December 1, 2009

A History Of Unforgiven?


A History of Violence er bara einmitt það! Hræðileg ofbeldissaga. Í stuttu máli þá fjallar þessi mynd um mann sem á sér myrka fortíð, flýr hana og reynir hvað sem hann getur til að verða betri maður og tekst það bara frekar vel, þangað til að fortíðin finnur hann. Þá brýst út hans gamla eðli. Einmitt núna þegar ég skrifa þetta, þá spurði ég mig hvort þetta hljómaði ekki eitthvað kunnuglega?

Svo sannarlega, því ég hefði getað skipt út 'A History of Violence' í byrjun þessarar fyrstu málsgreinar og látið í staðinn 'Unforgiven' og það hefði átt jafn mikið við! Aðalpersónur beggja mynda eiga nærri því án gríns allt sameiginlegt. Þeir eru báðir viðkunnanlegir menn sem lifa mjög hógværu lífi. Það var kona sem gerði það loks að verkum í báðum tilvikum að þeir breyttust og urðu betri menn.

EN þeir eru einnig bandbrjálaðir ofbeldismenn og kaldrifjaðir morðingjar.

Þetta eru myrkar myndir og þegar það líður að lokum þá fær maður að vita að það er ekkert til sem heitir "hamingjusamur endir" ef (gróft) ofbeldi hvort það sé líkamlegt eða andlegt komi við sögu. Ég ákvað að googla þessa tengingu sem ég gerði um líkindi þessara tveggja mynda og þá helst aðalpersónanna og viti menn, þá fann ég ansi góða færslu. (fjallar helst um að gagnrýnendur misstu sig kannski um of að mæra þessa mynd og að hún sé ekki meistaraverk)

http://www.reverseshot.com/legacy/winter06/yearinreview/goi_history.html (hyperlink virkar ekki af einhverjum ástæðum svo ég gafst upp á því)

Ég er sammála þessari færslu að mörgu leyti en samt finnst mér nú að höfundurinn sé kannski um of neikvæður í garð AHoV en hann færir samt sem áður góð rök fyrir máli sínu. Þó að 'A History Of Violence' sé mjög góð mynd þá er hún ekki aaaaalveg jafn góð og 'Unforgiven'. En afhverju finnst mér það?

Það hefur með það að gera hvað skilin milli góðs og ills eru greinilegri í AHoV. Þó að Viggo sé kaldrifjaður morðingi. Þá eru skilin samt alltof mikil á milli hans og persóna Ed Harris og William Hurt sem eru það magnþrungnir sem illmenni að það liggur við að maður grunar þá um mannát á ungbörnum í frítíma sínum. Ef að skilin voru grátt og svart milli góðs og ills í 'Unforgiven' þá eru þau grátt og svarthol í 'A History Of Violence'.

Þetta er kannski minniháttar athugasemd, en samt sem áður þá fannst mér þetta réttlæta ofbeldisverk aðalsöguhetjunnar í myndinni mun meir. Hinsvegar í 'Unforgiven' voru þau alltaf látinn líta út fyrir að vera gersamlega óþarfi. T.d. þegar Eastwood skýtur mann í magann og hann deyr kvalarfullum dauðdaga sem hann á ekki skilið, morðið á Ned, eftirsjá drengsins eftir að hafa drepið mann sem situr á kamarnum og fleiri fleiri dæmi. Í 'AHoV' er þetta einhvern veginn alltof mikið út af illri neyð.

Eins og ég myndi túlka það þá er boðskapur myndanna hinn sami, eini munurinn er sá að hann vex sér ásmeginn og verður alltaf aðeins augljósari með hverju ofbeldisatriði í 'Unforgiven' en í AHoV gerir maður mest grein fyrir því í seinustu senu myndarinnar, þegar Viggo sest við matarborðið og allt hefur breyst og mun aldrei verða samt aftur.

Þessi mynd er samt alls ekki slæm, þvert á móti. Hún er frábær og það besta við hana er hversu trúverðug hún er (og þá meina ég ekki bara ofbeldisatriðin). Þó að plottið sé kannski að ýmsu leyti ótrúlegt þá eru það viðbrögð aðalpersónanna við þessum aðstæðum sem skipta máli, og mér fannst þau vera spot on.

Ofbeldisatriði myndarinnar eru vægast sagt grafísk. Þau eru samt ótrúlega flott og það jaðrar við að ég segi að það megi finna fegurð í öllum innyflunum og garnahenginu. Það hefur samt verið haft eftir Cronenberg að hann vildi á engan hátt sýna ofbeldi sem einhvers konar list í þessari mynd heldur frekar sýna hversu mikill viðbjóður hún er. Það kannski segir meira um mig heldur en leikstjórann hvernig ég túlkaði þetta. Umhverfið er búið að gera mann næstum ónæmann fyrir hrottaskap, fljúgandi líkamshlutum og þess háttar. Einhvern veginn efast ég um að það sé jákvætt.

Ég fýlaði myndatökuna og útlit myndarinnar í botn. Fyrsta sena myndarinnar sem er næstum eitt langt skot er geðveikt og lýsir myndinni frekar vel og lætur mann vita hvað koma skal. Þegar líður á myndinna verður það frekar augljóst að Cronenberg er með fullkomnunaráráttu á háu stigi og að ekkert smá hefur verið pælt í sumum atriðum. Bara það hvernig myndavélin fylgir á eftir leikurunum og hvar hún staðnæmist er oft sérstaklega glæsilegt.

Eitt annað í viðbót sem ég vil minnast á. Það er varla veikan punkt að finna á leikhópnum. Það er samt einn maður sem algerlega stelur senunni. William Hurt. Hann er ekki nema 10 mínútur í myndinni en aldrei hef ég séð neinn nýta sér það stuttan sviðstíma jafn vel. Hann er óþekkjanlegur í þessu hlutverki. Án efa eitt það besta við alla myndina, svipbrigði og talsmáti hans er frábær.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá frammistöðu hans í heild sinni:



Þessi mynd er ekki fyrir viðkvæma, en ég mæli hiklaust með henni fyrir þá sem láta svona lagað ekki á sig fá.

Þeir sem þola ekki svona lagað en eru miklir kvikmynda aðdáendur ættu samt að reyna láta sig hafa það því þetta er virkilega flott og vel gerð kvikmynd sem fær mann til að hugsa.

Kannski gott að minnast á í lokin að þessi mynd minnti mig smá á myndirnar hans Hitchcock (veit ekki alveg afhverju) kannski var það stemmningin, myndatakan eða eitthvað. En ég held að það sé kannski bara út af því að ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að þessi mynd muni eldast mjög vel og fá meira lof með tímanum.

Svo að sjálfsögðu er hún líka byggð á teiknimyndasögu. Ég vildi að ég væri að grínast.

Friday, November 27, 2009

Against The Dark


Against the Dark

Þessi mynd... Hvern djöfulinn læt ég Tóta alltaf endalaust plata mig út í! Það er löngu orðið að föstum atburði í lífi mínu að ég, Tóti og strákarnir leigjum mynd með Seagal. Það kannast allir við það að vera kannski heilan klukkutíma úti á video-leigu að leita að bara einhverri sæmilegri mynd en það eina sem til er annaðhvort Schindler's list eða Christmas with the Kranks. Þetta á að vera einfalt! Þegar maður er að hitta vini sína nennir enginn að taka eithvað epískt stórvirki eða fjölskyldumynd. Þannig að lokum gefumst við alltaf upp og Tóti velur einhverja Seagal mynd.

Ég er því frekar sjóaður í lélegum Seagal myndum og geta þær verið andskoti fyndnar, en guð minn góður ef þetta telst ekki sem hægðir í filmuformi þá getum við bara gleymt þessu lífi. Það er sérstök list að geta farið hringinn og gert lélega mynd svo lélega að hún er snilld. En Þessi mynd er ekki snilld. Hún er ömung.

Einfaldur rökstuðningur: Myndin fjallar um vampíru-uppvakninga-skrímsli og Steven Seagal eða Tao eins og hann (augljóslega) heitir í myndinni leiðir hóp fólks með fetish fyrir leðri sem drepa vampíru-uppvakninga með hlutum sem glansa sama hversu asnalegir og ömurlega gagnslausir þeir eru. Q.e.d.

En þetta gæti verið fyndið! Ó hvað þetta gæti verið fyndið! En er svo sannarlega ekki, því miður. Myndin snýst s.s. um hóp fólks sem hafði ákveðið að fela sig í spítala en reynir nú að komast út úr honum, því hann er fullur af uppvaknpírum (hver hefði getað séð það fyrir?), og djöfull var ég ekki látinn vita þegar það var ákveðið að spítali og völundarhús væri sama orðið. Versti. Spítali. Ever. Eins og alltaf er Seagal hetjan sem bjargar öllum. Samt ekki, því það deyja fáránlega margir í enda myndarinnar. Það gladdi mig smá.

Leikararnir eru hræðilegir í þessari mynd og mjög auðgleymanlegir og það sem verst er, þá er Seagal ekkert sérlega stórt hlutverk! Hann er allan fyrri helming myndarinnar að labba í einhverju porti, eftir sama djöfulsins portinu! Þessi mynd er svo mikið rugl! Ég á svo erfitt með að útskýra hvað hún er léleg því það er svo erfitt að láta þennan söguþráð meika sens! Hann er svo random!

Eina sem ég get sagt er að það er óhætt að segja að handrit, klipping, myndataka og leikstjórn er algjör brandari. Ótrúlega augljós continuity vandamál á ófáum stöðum og klipparinn var ekki að hata að nota sömu skotin oftar en einu sinni, t.d. var eitt skot af innyflum notað svona 10 sinnum af ástæðulausu. Seint mun ég líka gleyma uppvaknpírunni sem var hvítur í framan en ekki á bringunni og á höndunum, fagmennska út í gegn alveg hreint.

Þessi mynd á að vera svona I am Legend, The Omega Man, 28 days later pæling. Þar sem við erum orðin skrímslin og uppvaknpírurnar eru næsta skrefið í þróun og blah blah blah. En myndin er bara svo léleg að þetta skilar sér illa.

Það eru óteljandi hlutir að þessari mynd og á ég mjög erfitt með að nenna að tala um meira slæmt um þessa mynd. Hinsvegar eru til fyndnar Steven Seagal myndir eins og t.d. Half Past Dead og Flight of Fury. Það er fyndin mynd! Steven Seagal með tvær AK-47? Steven Seagal töfrandi sig upp á vörubíl? Random lesbíu atriði?(með því fyndnara sem ég hef séð). Þessi mynd hefur allt þetta að geyma og meira til!

Myndin Renegade Justice er meiri segja góð! (Á Seagal skalanum er hún nútíma meistaraverk). Djöfull kom það mér á óvart. Við strákarnir héldum að hún yrði algjört drasl og svo var hún bara ágætis áhorf. Ég á svo líka eftir að sjá Under Siege sem á að vera besta myndin hans. Því sagan segir að einu sinni hafi Seagal verið algjör badass.

Atriðið hérna fyrir neðan er úr myndinni Out for Justice þegar hann var ekki ömung.



Djöfull hefur kallinum farið hrakandi...

Sunday, November 22, 2009

Unforgiven


Unforgiven

Fyrir tæpu einu og hálfu ári ákvað ég að ég ætlaði horfa á þessa mynd um leið og ég myndi finna hana einhvers staðar á leigu. Ástæðan fyrir þessu var sú að ég var niðursokkin í myndasögu að nafni Preacher.

Það var ekki fyrr en síðastliðið sumar sem ég byrjaði að lesa einhverjar myndasögur. Sögur sem höfðu gífurleg áhrif á þann miðil og í leiðinni á kvikmyndaiðnaðinn. The Dark Knight Returns eftir Frank Miller t.d. svipar að ýmsu leyti til mynda Nolans. 300 eftir sama höfund er búið að gera kvikmynd um. Watchmen sem er líka búið að gera kvikmynd um er eftir sama leikstjóra og 300. Sandman serían sem mun eflaust vera kvikmynduð er eftir höfundinn Neil Gaiman sem skrifaði einmitt skáldsögurnar Coraline og Stardust sem eru núna kvikmyndir og mæli ég eindregið með þeirri fyrrnefndu, ein af betri myndum sem ég hef séð í ár. (Og djöfull er þetta allt ruglingslegt.)

Í núverandi sköpunarleysi Hollywood hafa eins og raun ber vitni myndasögur orðið að guðsgjöf. Það er mitt álit að það sé nærri ógerlegt að reyna færa eitthvað úr einum miðli yfir í annan og ætlast til að þess að það sé jafn gott eða hvað þá betra en upprunalega efnið. Þó að myndasögur og kvikmyndir séu bæði sjónrænir miðlar þá er uppbygging þeirra ekki sú sama. Samt sem áður eru til undantekningar á þessu eins og Coraline, The Dark Knight og V for Vendetta.

Ástæðan fyrir því að ég minntist á þetta allt er að það er persóna í Preacher sem fær innblástur sinn í hlutverk Clint Eastwood úr Unforgiven og þetta er eitthvað sem mér finnst að ætti frekar að vera gert með báða miðla. Það er að nota þá sem innblástur fyrir hvorn annan og gera eitthvað nýtt og skapandi með þá sem hentar þeirra uppbyggingu.

Þegar ég las innganginn fyrir eina bókina komst ég að því að Garth Ennis höfundur Preacher elskaði vestra og sér í lagi þá gömlu (The Duke er t.d. einskonar samviska aðalpersónurnar og birtist við og við með góð ráð). Þar lýsti hann því yfir að ein aðalpersónan sem er mesti nagli í alheiminum (með hið gífurlega hóflega nafn Saint of Killers) sé byggður á William Munny. Ég elskaði þá persónu og því varð ég einhvern tímann að sjá þessa mynd.

Unforgiven er frábær mynd og hún er í algjöru uppáhaldi hjá mér einmitt núna. Þetta er gífurlega góð saga sem er sögð listavel á mjög einfaldan máta og gott dæmi um það er hversu góð persónusköpunin er. Hún er aldrei þvinguð eða sérstaklega augljós. Myndin hefur því augljóslega gott flæði.

Myndatakan er hreint út sagt stórbrotinn. Landslagið er með því fallegasta sem ég hef séð í mynd. Skotunum er alltaf vel stillt upp og ef ég þyrfti að lýsa þeim myndi ég segja að þau væru líkt og eitthvað sem að Sergio Leone hefði gert ef hann væri afslappaðari og ekki með jafn mikla fullkomnunaráráttu. Það eru svo mörg skot sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þessa mynd. Þegar Clint heimsækir leiði konu sinnar t.d. og öll lokasenan á barnum þar sem Clint sýnir að hann hefur engu gleymt og er jafn harður og hann var fyrri daginn.

Sú sena er algjörlega hápunktur myndarinnar og ef þið hafið ekki séð myndina þá mæli ég með að þið horfið ekki á brotið hér fyrir neðan og að drífa sig svo að horfa á þessa mynd. Magnað þegar haglabyssan er sýnd og það heyrist í óveðrinu úti. Fyrir alla aðra þá má finna brotið hér:



Unforgiven gæti verið talin sérstök að því að leyti að það er mjög óskýrt hvar mörkin liggja milli góðs og ills. Það er klárt mál að Clint sé söguhetjan og að antagonistinn sé Gene Hackman sem 'Litle Bill' en þessu gæti mjög auðveldlega verið öfugt farið og myndin sögð með Gene sem aðalsöguhetjuna. Hér eru engar ljósar eða dökkar hetjur að finna. Clint telur sig vera breyttan mann, að hann sé orðinn góður og heiðarlegur maður með hjartað á réttum stað en hver hefur sinn djöful að draga og í hans tilfelli þá er óhætt að segja að hann sé með sjálfan Lúsífer í stuttum taumi. Gene leikur hinsvegar fógeta sem telur sig vera með þær reglur og gildi sem skipta máli í lífinu á hreinu. Vill svo til að hann er ekki óhræddur við að framfylgja þeim með hrottalegri hegðun, sem er svo sannarlega ekki í samræmi við það sem hann prédikar. Eitt er samt víst, og það er að hér er um að ræða tvær mjög eftirminnilegar frammistöður.

Morgan Freeman stendur sig með ágætum sem Ned. Ég held að þetta sé fyrsta myndin sem ég sé með Morgan þar sem hann er ekki alvitur og með allt á hreinu. Seinasta manneskjan á lista yfir þetta leikara stórskotalið er Richard Harris sem fer á kostum sem English Bob. Hrokafullt skítseyði sem samt sem áður kann sitt hvað á sexhleypu og nýtir sér það til hins ýtrasta.

Því meira sem ég pæli í myndinni og því fleiri dagar sem líða frá því að ég sá hana verður hún enn betri. Það er alveg magnað. Atburðarrásin og leikurinn er mjög góður en það sem meira er þá er framleiðslan á myndinni í alla staði nærri því fullkominn hvort sem um er að ræða leikstjórn, myndatöku, búninga eða bara hvað sem er og það að mínu mati gerir þessa mynd frábæra.

Saturday, November 7, 2009

Fjórar góðar

Ég er búinn að vera komast að því meir og meir núna síðustu misseri hvað ég elska kvikmyndir mikið. Gaman að því og kannski meira um það seinna en þessi færsla mun fjalla um nokkrar myndir sem ég er búinn sjá síðastliðna viku. Zombieland, Some Like It Hot, The Lives of Others og V for Vendetta

Zombieland

Ég var búinn að heyra góða hluti um þessa og þar sem hún minnti mig á Shaun of the Dead sem er snilldarmynd og þá var ég orðinn ansi spenntur. Þó að atburðarásin í myndinni sé skammarlega þunn þá er þessi mynd mjööög góð skemmtun. Við hverju ætti maður líka eiginlega að búast við uppvakninga gamanmynd? Óskarsverðlauna handriti? Nei, myndin skilaði sínu og meira en það. Það eru mörg skemmtileg atriði í þessari mynd og þótt að sum þeirra séu helvíti hallærisleg þá eiga þau einmitt að vera það. Intro-ið fyrir myndina er frábært og eitt það flottasta sem ég hef séð í langan tíma (For Whom The Bell Tolls). Það minnir mig á þegar ég fór að sjá Watchmen í bíó og var næstum búinn að missa það yfir intro-inu. Leiðinlegt að restin af myndinni var ekki jafn góð. En back on topic, þá er Zombieland intro-ið geðveikt og myndin floppar ekki grimmt eins og Watchmen (mæli með bókinni frekar).

Hérna eru bestu gæðin af intro-inu sem ég fann:




Það sem gerir samt þessa mynd að því sem hún er, eru characterarnir sem eru minnisstæðir. Jesse Eisenberg sem lítur út fyrir að vera taka yfir hlutverkunum hans Michael Cera sem allsherjar unglingsstráks pussa er bara helvíti fyndinn og ég kann miklu betur við hann heldur en Cera. Emma Stone sem Wichita stóð sig vel. Hún var viðkunnaleg og fór ekkert í taugarnar á mér og finnst mér það vel að verki staðið. Kannski er ég einn um það en að mínu mati myndi ég halda að eitt það erfiðasta fyrir handritshöfund svona myndar er að gera viðkunnalega kvenmannspersónu. Þetta er svo hárfín lína sem þarf að dansa á. Ef hún er of hlédræg og gerir lítið, þá þolir maður hana ekki og finnst að hún hafa engan persónuleika, það koma svona milljón minningar upp í hugann þar sem kvenmanns persónan gerir ekkert annað en að væla og grenja allan tíman djöfull er það pirrandi. Hinsvegar ef að hún er alltof sjálfstæð þá sjálfkrafa þolir maður hana ekki því hún er hrokafull og óviðkunnaleg. Kannski er þetta bara karlremban í mér að tala en þetta er allaveganna kaldur raunveruleikinn sem ég þarf að lifa við þegar ég horfi á myndir. Abigail Breslin er að sama skapi fín í þessari mynd, en sá sem á þessa mynd er Woody Harrelson. Texas redneck í leit að hinum forboðna ávexti: Twinkie. Verður ekki mikið betra en það. Hann er mjög skemmtilegur í þessari mynd og ófá atriði sem sýna leikhæfileika hans og hve fyndinn maðurinn er.

Spennan á milli characteranna var vel gerð og fannst mér þessi týpíska flétta í miðri mynd þar sem allt hefur farið vel hingað til en svo allt í einu fer allt í kúk og kleinu ekki vera jafn týpisk og hún er venjulega. Aðalpersónur myndarinnar eru líka svo miklar andstæður að það býður upp á skemmtileg átök. Ég var ekkert sérlega mikið að pæla í myndatökunni í þessari mynd meðan ég var á henni enda var ég fyrst og fremst að njóta hennar. Hún er samt sem áður vel að verki staðinn á flestan hátt og eins og ég hef sagt þá er intro-ið mér ofarlega í huga þegar ég hugsa um
þessa mynd. Hún er kannski ekki jafn góð og Shaun of the Dead en hún er samt helvíti fín skemmtun. Skemmir ekki heldur fyrir hvað hún er gory.


Some Like It Hot


Þetta er ógeðslega fáránlega góð mynd! Það er svo margt sem kemur saman hérna. Leikstjórn, myndataka og handritið er ótrúlega fyndið og ég var næstum búinn að gleyma því hvernig það er að nota heilann og "hlusta" á dialogue-ið í gamanmynd. Maður þarf að vera á tánum ef maður vill ekki missa af einhverju skemmtilegu og hér er enginn cheap shot klósettshúmor til staðar.

Eins og stelpurnar töluðu um í tíma um Billy Wilder þá er
u myndirnar hans frekar einfaldar að því leyti að myndatakan er ekkert að skipta sér of mikið að. Myndin flæðir vel og það er þægilegt hvernig skotum er stillt upp á einn sérstakan stað og myndavélin er þar bara allan tímann og ekkert verið að færa hana til endalaust, einnig eins og sést þá eldist myndin ótrúlega vel. Myndin stendur þannig á sterkum stoðum hvað varðar alla framleiðslu, upptöku og svo framvegis. Þá er það bara eitt sem gæti skemmt fyrir/gert myndina betri og það er leikurinn, og hann er það BESTA við myndina. Marilyn Monroe, Tony Curtis og Jack Lemmon standa sig öll mjög mjög vel.

Monroe leikur sæta og heillandi ljósku sem hefur eitthvað átt erfitt með að finna ástina á þessum seinustu og erfiðustu tímum, hún er nú orðin 25 ára! Tíminn klárlega ekki með henni í liði. Ég er ekki frá því að hún sé skilgreiningin á Blonde Bombshell í þessari mynd.

Það eru samt samskipti og samleikur Tony Curtis og Jack Lemmon sem stendur upp úr. Ég veit ekki hve oft ég sagði við sjálfan mig: "Djöfull eru þetta góðir leikarar!". Þetta e
r næstum gallalaus frammistaða hjá þeim og það er fáránlegt hvað þeir ná vel saman. Að mínu mati eru sum af bestu atriðum myndarinnar þegar þeir deila skjánum saman. Hvort það sé hegðunin og hreimurinn hans Curtis sem Junior eða óborganlegu svipbrigðin hans Lemmon þá kemur þetta allt út svo áreynslulaust að maður varla trúir því. Góð sena sem sýnir þennan góða leik hjá öllum aðalpersónunum og skemmtilega klippingu er Tangó senan:



Þó að Curtis sé góður þá er samt Lemmon klárlega í uppáhaldi hjá mér. Ég er orðinn alveg svakalegur aðdáandi bara eftir þessa mynd, þetta bros! Öll þessi svipbrigði ýkt eða ekki þá eru þau frábær. Senan sem tekur við af Tangó senunni er æðisleg. Þegar Lemmon er að leika sér með hristurnar. Það er örugglega uppáhalds atriðið mitt í allri myndinni.

Þetta er örugglega með betri grínmyndum sem ég hef séð og ætla ég mér að kaupa hana. Ég þori að veðja á það að hún verður bara betr
i og betri með hverju áhorfi. Í lokasenunni þegar Osgood lætur þau fleygu orð falla að enginn sé fullkominn þá hefur hann rétt fyrir sér. Þessi mynd er samt andskoti nálægt því að afsanna það.

The Lives of Others

Margverðlaunuð mynd sem vann t.d. Óskarinn fyrir bestu erlendu mynd. Söguþráður myndarinnar er góður en það sem fangaði mig og gerði mig ótrúlega pirraðan og reiðan er umhverfið. Það var mjög flott ekki misskilja mig. Ég er að tala um Austur-Þýskaland og þann viðbjóð sem átti sér stað þar áratugum saman. Ég er ekki harður kapítalisti eða eitthvað þannig en svona sósíalismi eins og er sýndur í þessari mynd og átti sér stað í raunveruleikanum er ógeðslegur. Ef að ríkisafskiptin eru það mikil að íbúar landsins mega varla anda án þess að líta tvisvar í kringum sig er eitthvað mikið að. Fyndið að ég skuli svo hafa horft á V for Vendetta daginn eftir.

Hinsvegar er myndin mjög flott og standa leikararnir sig með prýði. Góð tónlist og andrúmsloft einkenna myndina.

Samt sem áður þá finnst mér þessi mynd ekki vera neitt epískt meistaraverki. Hún er að mínu mati einungis ágætt drama sem er samt ótrúlega langdregið. Kannski var það bara stemmningin sem ég var í þegar ég horfði á hana en myndin náði bara alls ekki að fanga athygli mína. Ég þurfti samt ekkert að pína mig að horfa á hana en hún náði aldrei að gera mig áhugasaman um framvinduna.

Svo var líka eitt annað sem böggaði mig ótrúlega mikið. Klippingin! Í heildina litið er hún allt í lagi, en það eru sum atriði sem mér fannst óþolandi að horfa á! Í fleiri en einni senu þar sem 2 eða fleiri persónur voru að tala saman voru nokkur sjónarhorn á þessar persónur og myndavélin var lítið sem ekkert hreyfð í skotunum
. Leikararnir töluðu saman og það var verið að skipta á milli sjónarhorna enda-fokking-laust! Það var enginn hreyfing milli skota sem gerði það óþolandi og beinlínis pirrandi að horfa á. Um leið og ég tók eftir því gat ég ekki hugsað um neitt annað.

Dæmi um þetta má finna í þessu myndbandi frá um 3:15 og til enda myndbandsins



Myndavélin var lítið hreyfð í flestum senum myndarinnar en ég tók eftir því allaveganna á einum stað þegar verið er að fara inn í íbúð aðalleikarans og koma fyrir hlerunartækjum þá eru notuð mikið af hreyfiskotum(?), einnig mikið zoomað inn og út. Reyndar voru öll skotin allt að því að þeir koma að hurðinni að íbúðinni á hreyfingu. Það kom alveg vel út og örugglega notað í þeim tilgangi að mynda spennu og segja áhorfandanum að eitthvað sé að fara gerast. En þá skil ég ekki afhverju það var ekki notað meira.

Þetta má sjá á bilinu 8:00 til 8:50 eða svo...

Annars er myndin fín og veitti hún mér betri innsýn á ástandið sem var í Þýskalandi fyrir ekki svo löngu. Mitt persónulega mat væri hinsvegar að ljúga ef ég segði að þessi mynd væri frábær.

p.s. Stasi njósnarinn er sjúklega líkur Kevin Spacey! WTF?!

V For Vendetta

Eins og kom fram í Topp færslunni minni þá er þessi mynd í uppáhaldi hjá mér. Ég gat bara ekki staðist það að horfa á hana 5. nóvember. Þetta er ansi mikil Hollívúdd ræma en hvað um það! Þær geta líka verið góðar! Í fyrsta skiptið sem ég sá hana þá fannst mér hún vera 5 mínútur að líða því ég lifði mig heldur betur inn í hana. Þetta var örugglega í þriðja skiptið sem ég sá hana og ég hef verið að spara hana svolítið.

Eftir þetta áhorf skil ég betur fólk sem finnst myndin vera "hæg". Ég fattaði það aldrei fyrst en nú sé ég hvað það meinar. Myndin inniheldur andskoti mikið dialogue (eiginlega einungis samtöl) og lítið aksjón. Það er alltaf verið að útskýra plottið og subplottin og ef maður hefur ekki gaman af sögusviðinu eða persónum alveg frá byrjun þá er maður ekki að fara fýla myndina.
Ég hinsvegar elska bæði sögusviðið og persónurnar.

Í þetta skipti náði ég líka að fylgjast betur með atburðarrásinni og smáatriðum sem ég hafði ekki tekið eftir áður eða steingleymt, t.d. var ég löngu búinn að gleyma því að persóna Steven
Fry í myndinni væri samkynhneigð. (Ekkert eins og það skipti einhverju máli fyrir framhald sögunnar)...

Handrit myndarinnar er að mínu mati mjög gott og það er alveg óhætt að eigna Alan Moore þann heiður. Samtöl V við Evey eru mjög skemmtileg, djúp og þjóna næstum alltaf þeim tilgangi að útskýra plottið eða sem drifkraftur fyrir myndina.

Ef ég þyrfti að giska myndi ég segja að Alan Moore væri þannig rithöfundur að hann byrjar ekki að skrifa bók án þess að vera búinn að skapa og móta allar helstu persónurnar mjög, mjöööög vel, hann er búinn að ákveða byrjun og þá sérstaklega endi bókarinnar algjörlega. Svo fléttar hann við þetta backstories og subplot eins og honum er einum lagið. Þetta elska ég, sama ástæða afhverju ég elska Watchmen (myndasöguna) svona mikið!

En það er ekki bara handritið og leikararnir sem eru góðir. Myndatakan og sögusviðið er einnig frábært. Nasista-Sósíalisma Bretland, helvíti gott...
Ég hef gaman af svona dystópíu hugmyndum og þetta sýnir það vel að mínu mati þó að það sé ýkt dæmi (annað eins hefur þó komið fyrir) hvað stóraukin ríkisafskipti eru álíka sniðug og... eitthvað sjúklega ósniðugt. "Strength through unity, unity through faith", meira helvítis kjaftæðið. Allir eiga sitt rétt á sínu frelsi.

Það eru mörg atriði sem ég hef í uppáhaldi í þessari mynd. T.d. fyrstu kynni V og Evey og þegar þau dansa saman seinna meir í myndinni. Atriðið þegar Evey hittir biskupinn, mexican standoff-ið milli V og Creedy og svo lengi mætti telja. Frábær myndataka, flott búningahönnun og sviðsmynd gera það að verkum að myndin hefur sinn eigin stíl sem ég elska.

Creedy vs V:



Ég er allavega ekki ennþá kominn með leið á þessari mynd og finnst mér hún eiginlega verða bara betri og betri með hverju áhorfi.

Fann þetta hér þegar ég var að leita að Creed senunni... smá djók, frekar fyndið samt. Algjörlega satt líka, náði alltaf rétt svo helmingnum af því sem hann sagði í þessu atriði!





Til að taka þetta saman. Þá voru þetta fjórar mjög mismunandi myndir sem eiga þó eitthvað sameiginlegt. Tvær grínmyndir: Ein mjög óraunveruleg og önnur aðeins meira raunveruleg.

Tvær dystópíu myndir: Ein raunveruleg og önnur mjög óraunveruleg.

Djöfulsins snilld.

Saturday, October 31, 2009

Youtube, Kvikmyndir og Tónlist

Í þessari færslu ætla ég helst að fjalla um kvikmyndir í tengslum við tónlist og stuttmyndir sem ég hef séð á netinu.

Youtube er uppfullt af skemmtilegum klippum og ég fer örugglega oftast á þá síðu á hverjum degi fyrir utan auðvitað Facebook. Ég enduruppgötvaði hljómsveitina The Arcade Fire um daginn þegar ég sá trailerinn fyrir nýjustu mynd Spike Jonze (leikstjóra Adaptations og Being John Malkowich) "Where The Wild Things Are". Trailerinn lofar mjög góðu og er ég hvað mest spenntur fyrir þessari mynd af þeim sem koma um jólin. Hún er að fá dúndur góða dóma erlendis og dettur í bíóhús hér á landi 11. desember, einmitt þegar maður klárar prófin mér til mikillar gleði.

Hérna er trailerinn og mæli ég með að það sé horft á hann í HD, breytir svakalegu miklu (var ekki hægt að embedda -.-):

http://www.youtube.com/watch?v=RY-dXsR_ZFg

Eftir að hafa heyrt í Arcade Fire í þessu myndbandi ákvað ég að tjékka hvort að það væru til einhver myndbönd við önnur lög sem þeir hafa gert. Að mínu mati er tónlistin þeirra mikil stemmnings tónlist og passar því oft vel við myndbönd ef þau eru vel gerð. Ég fann tvö mjög flott.

Hið fyrra er lagið 'My Body Is A Cage' sett við brot úr myndinni 'Once Upon A Time In The West' eftir Sergio Leone. Ég verð að viðurkenna að það er einungis fyrir stuttu sem að ég vissi að sú mynd væri til og inniheldur bíóbrotið eins mikin spoiler og hægt er að innihalda. Ég fattaði þetta samstundis og ég kláraði klippuna en mér var alveg sama. Klippan er nefnilega svo ótrúlega flott! Hún fékk mig líka til að vilja sjá þessa mynd og ætla ég að gera það mjög bráðlega. Andrúmsloftið, textinn og myndatakan virka svo vel saman. Eins og einhver talar um textann í commentunum: "Just because you forgot doesn't mean you're forgiven."Sergio Leone could have used that as the tag line on the movie posters. Þetta á alveg virkilega vel við.



Seinna myndbandið er lagið 'Intervention' sett við brot úr myndinni Rumble Fish eftir Francis Ford Coppola. Hérna gerðist það nákvæmlega sama aftur. Svaka spoiler og ég vissi það ekki fyrr en myndbrotið var búið. En eins og áðan þá hafði ég ekki hugmynd að þessi mynd væri til og hefði aldrei vitað það örugglega ef ég hefði ekki horft á þessa klippu. Hún er líka það góð að ég ætla mér að horfa á myndina. Það er bara vonandi að myndin sé jafn gott og brotið.

http://www.youtube.com/watch?v=rbGb3kLJYR8 (ekki hægt að embedda -.-)

Það er af mörgu öðru að taka á youtube og er til hellingur af stuttmyndum á síðunni. Kiwi er með þeim fyrstu sem ég sá á netinu. Eins og gefur að kynna var ég mjög ungur þegar ég sá hana en hún hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér eftir að ég sá hana fyrst. Maður á að fylgja eftir draumum sínum:



Hérna er einnar mínútu mynd sem að ég sá fyrir algjöra tilviljun þegar hún var einhvern tíman 'featured' á forsíðu Youtube. Myndin fylgir mjög ströngum Dogma reglum. Má einungis vera 1 mínúta, svartur og hvítur eru einu litirnir sem má nota og má vera einungis tekinn upp einu sinni, verður að vera ein heil taka etc, etc... Þessi mynd finnst mér sýna hvað það er hægt að gera margt með kvikmynda miðilinn og hef ég ekki gleymt henni þó það séu 2 ár síðan ég sá hana:



Kannski að ég geri annað svona blogg einhvern tíman seinna og hef þá fleiri stuttmyndir. Tónlist og kvikmyndir fara auðvitað mjög vel saman og skiptir hún oft mjög miklu máli og eykur við gæði myndarinnar. Það var svona eiginlega ástæðan afhverju ég gerði þessa færslu.

2 aukamyndbönd:

Hérna eru 2 aukamyndbönd sem mér finnst vera snilld. Horfið á þau ekki frekar en þið viljið...

Þetta hér er úr grínmyndinni 'Top Secret' eftir Zucker bræður. Algjört snilldar atriði sem fær mig alltaf til að hlæja. Ein af uppáhaldsgrínmyndunum mínum:



'Alice' er lag eftir tónlistarmanninn Pogo sem notar í þessu lagi næstum einungis hljóðbrot úr myndinni 'Alice In Wonderland'. Þetta lag er dáleiðandi og ótrúlega flott að mínu mati. Myndbandið líka skemmtilegt...

To Be The American Astronaut!





















American Astronaut

Ég vil fá eitt á hreint áður en við höldum lengra. Þessi mynd er algjör gargandi snilld. Án efa skemmtilegasta myndin sem ég fór á á RIFF og ég mun klárlega muna eftir henni lengst. Ætla örugglega að panta mér hana af netinu. Ég hef ekki séð margar CULT myndir, en þetta hlýtur eiginlega að vera skilgreining á CULT mynd. Í fyrsta lagi þá er hún svarthvít. Í öðru lagi þá er hún ógeðslega skrítin. Í þriðja lagi þá er hún gerð á mjög lágum budget og í fjórða lagi þá eru söngatriði í henni! Ótrúlega góð söngatriði, mind you.

Ég var það heppinn að fá að vera á Q & A með leikstjóra myndarinnar sem einnig leikur aðahlutverkið, Cory McAbbee. Það er einn hæfileikaríkur maður. Listmálari, leikari, leikstjóri og tónlistarmaður, það var skemmtilegt að fá að heyra í honum og hvað honum fyndist um myndina og líka t.d. hversu erfið hún hefði verið í dreifingu (kom út 2001, frumsýnd í New York helgina eftir 9/11 og fékk dræma aðsókn skiljanlega, var svo frumsýnd í San Francisco samdægurs og það var bílasprenging þar...). Ég get ekki beðið eftir að sjá hvað hann gerir meira í framtíðinni. Öll tónlist í myndinni er eftir hljómsveitina hans "The Billy Nayer Show" og þegar ég fór á þessa mynd var ég smá efins og eftir fyrstu fimm mínúturnar var ég ekki alveg viss hvort ég fýlaði þetta. En eftir 'Hertz Donut?' söguna í byrjun og fyrstu söngatriðin fattaði ég að þessi mynd væri snilld. Tónlistin og tónlistatriðin í þessari mynd eru mjög flott og það er eitthvað við þennan heim sem McAbbee bjó til sem passar svo vel við tónlistina. McAbbee sagði í Q & A session-inu að hann hefði storyboardað ALLA myndina, og það sést. Myndin er í svarthvítu og það eru ófá atriði í myndinni sem eru gífurlega flott vegna hversu vel skuggar eru notaðir í þeim. Það eru líka mörg skot í myndinni sem eru mjög flott og það sést að það hefur verið mikið pælt í þeim. Hér er til dæmis eitt mjög snemma í myndinni sem ég dýrka og uppfyllir það tvennt sem ég nefndi ég hér á undan. Byrjar um 5:40 og endar um 7: 50.



Bar senan á loftsteininum Ceres
















Annað sem McAbbee gerði var að hann málaði með vini sínum öll atriðin þar sem geimskipið er að ferðast um alheiminn. Það er mjög flott og virkar miklu betur heldur en ef eitthvað greenscreen eða animation hefði verið notað. T.d. er þetta miklu flottara en það sem var notað í Stingray Sam.

Þessi mynd hefur eiginlega gert það að verkum að ég er opnari fyrir fjölbreyttari kvikmyndagerð. Hún er fyndin og skemmtileg ásamt því að vera mjög flott. Djöfull var það líka hressandi að sjá mynd sem er ekki eins og allar þessar Hollywood myndir sem eru mataðar ofan í mann á hverjum degi (þær eru þó nú ekkert allar slæmar svosum). Ég er þakklátur RIFF fyrir að minna mig á það að það eru til fleiri myndir heldur en bara þær sem koma venjulega í bíó.

American Astronaut er uppfull af skemmtilegum persónum og sú minnistæðasta í mínum huga er klárlega Professor Hess. Rocco Sisto leikur þennan geðveika mann sem eltir söguhetjuna á röndum og losar sig við alla aðra sem á vegi hans verða í leiðinni (hann gerir það því hann hefur enga ástæðu til að losa sig við þá, og því er það í lagi. Þetta meikar sens fyrir hann). Rocco fer með sannkallaðan stórleik í þessari mynd.

Ég get ekki dásamað þessa mynd meir held ég. Hún er samt eins og allar aðrar CULT myndir eru: Ekki fyrir alla. Annað hvort elskarðu þessa mynd eða að þú þolir hana ekki. Ég og minn súri húmor elskum þessa mynd skilyrðislaust og er hún ein besta mynd sem ég hef séð á árinu.

Hér er eitt atriði þar sem Professor Hess syngur um partý, hann á nefnilega afmæli. Byrjar um 5:00 og er til 8:55.



Myndin er til í heild sinni á youtube og mæli ég með því að fólk tjékki á henni ef það hefur tíma til að brenna. Þessi mynd er klárlega þessi virði. Best væri auðvitað að sjá hana í bíósal eða kaupa hana af netinu, en ekki getum við öll verið svo heppinn. Fyrsta hluta myndarinnar getið þið fundið í fyrra youtubebrotinu sem er í þessari færslu.

Eins og ég sagði í byrjun þá er þessi mynd gargandi snilld og það er svo margt sem mér finnst gott við hana að mér byrjar að svima þegar ég hugsa út í það allt.

Friday, October 2, 2009

7!

Eftir veikindin ákvað ég að hætta þessum aumingjaskap og drífa mig í kvikmyndahúsin. 7 urðu víst myndirnar að lokum sem ég sá á RIFF. Raðað eftir mínum eigin styrkleikastuðul voru þær:












1. The American Astronaut

Ég ætla ekki að fjalla um The American Astronaut í þessari færslu því að mér finnst hún eiga sína eigin færslu skilið, bíðið í ofvæni. Slakið samt á.





















2. Dear Zachary: A letter to a Son About His Father

Þessi mynd er gífurlega merkileg. Þá sérstaklega fyrir það að þetta var mín fyrsta mynd sem ég fór á EINN í bíó. Félagsveran ég sem get ekki þrifist í einrúmi og fær fráhvarfseinkenni ef hann er einn í meira en fimm mínútur fór eins míns liðs í bíó! Helvíti fraus, en OK hún er kannski ekkert merkileg fyrir það en þetta var merkilegt fyrir mig. Þetta var einnig fyrsta myndin sem ég sá og fór ég á hana eftir að hafa heyrt Darra mæla með henni. Ég sest niður í Iðnó og djöfullinn hafi það. Darri hafði góða ástæðu fyrir að mæla með þessari!

Ef ég þyrfti að gefa eina ástæðu um hvað gerir bíómyndir þess virði að horfa á. Þá yrði svarið auðvelt. Þær eru þess virði fyrir allar þær myndir sem algjörlega fanga mig, myndir sem mynda stemmningu sem gerir það að verkum að ég gleymi stað og stund og horfi á skjáinn dáleiddur og
sú var raunin með Dear Zachary. Það er fátt sem ég elska meir og þegar þetta gerist.

Ég ætla ekki að fara þylja upp alla myndina hér, heldur fara stutt í það um hvað myndin snýst. Eins og nafn myndarinnar gefur til kynna þá er myndin ætluð dreng að nafni Zachary. Myndin er heimildarmynd um föður hans sem er látinn. Zachary fæddist eftir að faðir hans dó og er því myndin "bréf" til hans um hversu merkur maður faðir hans var. Það var upprunalegur tilgangur myndarinnar. Ætla ég ekki að hafa fleiri orð um það og hafa spilla sem smávægilegasta í þessari umfjöllun.

Það er gott tempo í myndinni og hún heldur manni alltaf við efnið. Góð samtöl við vel valdna einstaklinga (oftast), gera það að verkum að myndin heppnast gríðarlega vel. Það fer ekki milli mála að þessi mynd mun kitla tárakirtla ófárra, enda var helmingur fólksins á þeirri sýningu sem ég fór á snöktandi í gegnum myndina og þá sérstaklega seinasta korterið. Það vöknuðu inni í mér margar tilfinningar við það að horfa á þessa mynd. Ég var í sjokki, sorgmæddur og en samt mest af öllu reiður. Hreint út sagt frábær mynd, óhefðbundin og átakanleg. Mæli eindregið með henni.




















3. Firemen's Ball

Ég hef bæði séð Gaukshreiðrið og Amadeus og langaði ekkert sérlega mikið að sjá þær. Enda er ég frekar nýlega búinn að horfa á þær báðar. Svo ég fór á myndina sem ég hafði aldrei heyrt um eftir Milos Forman. Þetta er seinasta myndin sem hann gerði eftir að hann byrjaði að gera myndir á ensku. Ég fór á þessa mynd með engar sérstakar væntingar, ég vissi nákvæmlega ekkert um þessa mynd. Þetta er grínmynd sem tekur sig alls ekki alvarlega, algjör farsi. Slökkviliðsmennirnir eru meiri hálfvitarnir (verður að segjast) og það lítur út fyrir að þeir geti ekki gert neitt rétt. Það sem byrjar sem veisla til að heiðra fráfarandi formann slökkviliðsfélagsins snýst upp í einhverja fáránlega atburðarás. Það er það sem gerir myndina svona góða, að horfa á þetta rugl. Mér finnst innst inni mjög gaman að því að láta mér líða vandræðalega. Sérstaklega yfir einhverri svona mynd og það voru helling af vandræðalegum atriðum í þessari. Allt sem tengdist fegurðarsamkeppninni var gull að mínu mati og svo voru líka mörg önnur góð atriði. Þetta er mjög vel heppnuð gamanmynd og skemmti ég mér konunglega yfir henni. Öll tæknvinna, klipping og þess háttar er til fyrirmyndar og er ég ekki frá því að Milos er mjög hæfileikaríkur grínmynda leikstjóri.




















4. Dogtooth

Ég veit ekkert hvað ég á að segja, eða hvað þá hvar ég á að byrja með þessa mynd! Djísus kræst maður. Þó að mér finnist gaman að láta mér líða vandræðalega á myndum þá dansar það á hárfínri línu. Oft á tíðum leið mér hreinlega bara illa að horfa á þesa mynd. Það þýðir samt ekki að mér fannst hún léleg. Þó ég skemmti mér ekki konunglega á henni þá er þetta ein svakaleg mynd. Alveg ótrúleg. Ég greip um munninn og horfði til hliðina á fólkið í salnum oftar en einu sinni og spurði sjálfan mig: "Má þetta?!?".

Eins og leikstjórinn sagði í Q & A-inu eftir myndina þá fjallar myndin um það hvað fjölskyldan er viðkvæmt málefni fyrir marga og hvað við viljum oft halda henni út af fyrir okkur og kærum okkur stundum ekkert um álit annarra. Myndin tekur þetta út í öfgar svo það nálgast svona einhvers konar "góðhjartað" Fritzl scenario. Börnin hafa aldrei farið út fyrir garðinn á heimilinu og lifa eftir lögum húsföðursins. Það var hrein og bein lífsreynsla að horfa á þessa mynd. Mörgum atriðum mun ég muna eftir eflaust lengur en ég kæri mig um og önnur sem mér fannst alveg frábær t.d. dansatriðið þar sem sonurinn spilar undir á gítar. Mjög góð hugmynd sem sýnir á vissan hátt hvernig fólk myndi tjá sig og reyna leitast eftir athygli ef það fengi enginn áhrif frá hinum utanaðkomandi heimi. Atriðið líka með elstu dótturina og handlóðið það var alveg svakalegt. Held ég segi ekki meira um það, þeir sem hafa séð myndina vita hvað ég er að tala um.

Eitt sem er athyglisvert er hvað ég hló mikið á þessari mynd. Það er eiginlega fáránlegt. Sum atriði voru vissulega fyndin til dæmis þegar móðirinn segir að "zombies" séu lítil gul blóm og þegar gamli blue eyes er settur á fóninn og afi sagður vera að syngja til krakkana. En svo voru atriði sem voru eins og ég hef minnst á ALLS EKKERT fyndinn og annað hvort hræðileg eða bara alveg fáránleg. Oft á tíðum fór ég að hlæja að þessum atriðum sem ég held að hafi verið út af því (djöfull vona ég það) að ég var bara ekkert að búast við þeim og einu viðbrögðin sem ég gat sýnt var hlátur til þess að sýna hvað mér fannst þetta fáránlegt! Ekki vissi ég hvað annað ég ætti að gera!

Ég er búinn að velta því fyrir mér hvort mér finnist þessi mynd góð eða ekki í langan tíma. Ég get ekki sagt annað en að þessi mynd sé frábær núna þó hún sé alls ekki fyrir alla og mun örugglega ganga fram af mörgum þá verð ég að segja að þessi mynd er frábær.




















5. Mommy Is at the Hairdresser's

Yndisleg mynd sem einblínir á líf nokkra krakka í úthverfi yfir heilt sumar. Til að byrja með er lífið dans á rósum fyrir alla og það er eins og ekkert geti farið úrskeiðis. Stundum finnst mér erfitt að taka barnaleikara alvarlega í hlutverkum og finnst þau vera ótrúverðug, sem er nú kannski ekkert óvenjulegt enda eru þetta þegar allt kemur til alls einungis börn. Lenti einmitt í þessu með myndina "Let the right one in". Hinsvegar fannst mér krakkarnir í þessari mynd og þá sérstaklega elsta stelpan sýni frábæran leik, alveg hreint til fyrirmyndar.

Myndatakan var góð og kannski ekkert ofur stíliseruð en það voru nokkur góð skot í myndinni, t.d. þegar þau hlaupa í gegnum
akurinn. Það sem mér fannst flottast við myndina var 60's stemmningin. Búningarnir og heildarlúkk myndarinnar finnst mér frábært. Þetta var líka ansi öðruvísi í þá daga, mamman var heima með krakkana og ól þá upp meðan pabbi gamli kom heim með beikonið. Sem tengist því næsta sem ég vil tala um.

Það er nefnilega ekkert alltaf allt eins og það á að vera. Það getur allt litið vel út á yfirborðinu en hver einasta fjölskylda á þessari guðsblessuðu jörð á við einhver vandamál hvort þau séu smávægileg eða stórvægileg að stríða. Þetta var klárlega það sem seldi mér myndina. Skemmtileg þroskasaga sem sýnir að lífið er nefnilega ekkert dans á rósum. Lífið er flókið, en það er hvernig við tökumst á við þessar flækjur sem skiptir höfuðmáli.

Já þessi mynd lét mig kannski hugsa einum of mikið, en þetta ættu allir að þekkja úr sínu eigin lífi. Það mun enginn segja mér að hann lifi fullkomnu lífi og ekkert slæmt hafi nokkurn tíman hent hann. Ég myndi finna til með þeirri manneskju. Eitthvað væri hún afskaplega karakters laus. Flott mynd og góð dægrastyt
ting, dautt mál.





















6. Stingray Sam


Annar geimvestra vísindaskáldsögu söngleikur eftir Cory McAbbe. Þessi mynd er ekki jafn góð og The American Astronaut en samt sem áður hin fínasta skemmtun. Þó að myndirnar eru að mörgu leyti líkar (báðar geimvestra vísindaskáldsögu söngleikur) þá eru nokkur en mikilvæg atriði sem skilja þau að. Stingray Sam er t.d. skipt upp í 6 hluta og er myndin gerð með það í huga að það væri hægt að horfa á hana á næstum hvaða skjá sem er, stórum sem litlum. Að mínu mati eyðilagði 6 hluta skiptingin flæði myndarinnar þar sem eftir hvern einasta hluta kom intro-ið aftur og leikarar kynntir til leiks, það var ekki alveg að virka fyrir mig. Annað sem gerir þessa mynd verri en AA ef ég ber þær saman er það að kvikmyndatakan í þessari er alls ekki jafn flott og í American Astronaut. Hér er ekkert verið að leika sér með skugga eða stilla upp atriðum eitthvað sérstaklega (báðar myndirnar eru í svarthvítu), sem mér fannst gríðarlega leiðinlegt því AA er nefnilega listavel gerð að því leyti. Báðar þessar myndir innihalda gríðarlega mikið af súru gríni og fannst mér það ekki skila sér alveg jafn vel í þessari. Söngatriðin eru auðvitað stór hluti af því og eins og ég segi þá fannst mér þau vera frekar mikið "hit and miss". Eitt lag var reyndar yndislegt sem ég var með á heilanum í doldinn tíma eftir á. "Baby Stingray" . (Nafna lagið var líka helvíti fyndið!)

"Will it be a boy or a daughter,
Will it be a stingray in the water."

"And Frederick and Edward had a son named Fredward."

Það sem gerði myndina samt
vel þess virði að sjá fyrir mig var þulurinn. David Hyde Pierce (Niles úr Frasier ef það segir einhverjum eitthvað) sá um það. Oftast í byrjun hvers nýs kafla kom oftast svona "cut-scene" þar sem að farið var yfir heildarplott myndarinnar og eiginlega allt sem skipti máli. Þessi atriði voru oftast frekar fyndinn og maður missti ekki athyglina yfir þeim. Ég er reyndar doldið mikill Hitchiker's guide aðdáandi og þetta svipaði ekkert lítið til inngangana sem eru í myndinni og í bókunum svo það gæti verið ástæðan afhverju ég fýlaði þetta svona mikið. Myndin er augljóslega gagnrýni á samfélagið í B.N.A, hversu heimskt fólk er orðið og einnig markaðssetningu og ömurlegt fangelsiskerfi sem er þar að finna og er að því leyti mjög sniðug en hún er alls ekki á sama stigi og AA því miður.

Hérna er trailerinn fyrir hana:












7. The Red Race


Eina myndin sem ég sá á RIFF sem mér fannst ekkert sérstök! Myndin fjallaði um börn í Kína sem æfðu fimleika og hversu miklar væntingar eru gerðar til þeirra. Til þess að ná sem bestum árangri eru börnin beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi og ásamt því fara þau í gegnum fáránleg æfinga prógrömm sem að ekkert barn ætti að þurfa að upplifa. Efnið er því eins og sést mjög áhugavert, en það var bara ekki nóg. Það voru engin viðtöl og það var ekkert útskýrt sérstaklega um umhverfi barnanna. Ég komst aldrei inn í myndina út af þessu og var ég fyrir vonbrigðum með hana. Það var samt alveg ótrúlegt að sjá við hversu erfið skilyrði þessi börn lifa við og hversu mikið er búist við af þeim, það er hreinlega sjúkt. Það fékk mig til að hugsa um hvað takmarkið náði á engann hátt að helga meðalið. Aldrei myndi ég vilja að í mínu samfélagi væri það sem skipti máli væri þjóðin en ekki einstaklingurinn. Þótt að við sem þjóð myndum ná góðum árangri á sviði íþrótta, vísinda eða bara hverju sem er þá er það ekki þess virði ef að fólkið í landinu er þunglynt og líður illa. Hér er dæmi um heimildarmynd sem fjallar um gott efni en nær ekki að koma því nægilega vel á framfæri.


Þrátt fyrir veikindin þá náði ég þó að komast á einhverjar myndir á RIFF og get ég ekki sagt annað en að ég sjái alls ekki eftir að hafa farið á þessa kvikmyndahátíð. Ég mun pottþétt gera það á næsta ári og reyna komast á enn fleiri myndir. Finnst mér líka ótrúlegt hvað ég var ánægður með næstum allar myndirnar! Ekkert nema jákvætt við það.

Sunday, September 20, 2009

Myndir í veikindunum


Hversu yndislegt er það þegar maður er nýbúinn að fá RIFF passann sinn í hendurnar og maður verður veikur samdægurs? Ekkert sérlega yndislegt. Nú er ég nýorðinn betri (þó ég sé með smá hósta) og á þessum tíma sem ég var veikur horfði ég á þónokkrar myndir. Þar sem ég er búinn að missa af frekar miklu á RIFF þá ætla ég að hafa smá umfjöllun um nokkrar af þessum myndum.

Dirty Harry


Mig hefur alltaf langað til að sjá einhverja Dirty Harry mynd þannig að ég sló til. Ég hafði mjög gaman að henni. Þetta er svona no nonsense, get to the point mynd. Dirty Harry á ekkert love interest, hann á bara myrka fortíð og .44 magnum sem getur tekur af þér höfuðið. Plottið í myndinni er mjög basic. Geðsjúkur morðingi heimtar pening og ef hann fær hann ekki þá heldur hann áfram að drepa saklaust fólk. Myndatakan fannst mér líka ofur-venjuleg, sérstaklega þar sem ég var nýbúinn að horfa á A fistful of Dollars þar sem öllum atriðum er stillt upp fínt og fagurfræðilega.

Þetta var bara ótrúlega venjuleg spennumynd að næstum öllu leyti! Það sem gerir hana öðruvísi, er skapið hans Clints og hversu ótrúlega svalur hann er. Einnig verð ég að minnast á að Andrew Robinson fer með stjörnuleik sem morðinginn Scorpio. Maður hreinlega heldur að hann sé geðveikur. Ég held að það sé þetta tvennt í bland við það hversu venjuleg myndin er, sem fær mig til að heillast að henni.

Þegar ég pældi í myndinni fannst mér eins og allt í henni gæti átt sér stað í raunveruleikanum. Fyrir utan kannski bankaráns atriðið og þegar Harry gerir sér lítið fyrir og hoppar af brú beint á þakið á rútu. Það er þessi raunveruleiki bæði í myndatöku, leikstjórn og plotti sem ég fýlaði svona mikið. Það er ekki spurning um að ég muni klára þessa seríu.

Í þessari klippu sjáum við bæði þegar Harry hoppar á rútuna, en fyrst og fremst frábæra frammistöðu hjá Andrew Robinson

Hellboy II: The Golden Army

Aaah... myndin sem kom á eftir The Dark Knight. Ég fór á þessa mynd í bíó í fyrra og elskaði hana! Ég horfði á hana aftur núna og ég geri það ennþá. Ég ber hana oft saman við TDK (sem ég reyndar þarf að fara skella aftur í tækið) því þegar þær komu út fannst mér Hellboy II vera betri. Viðbrögð mín við TDK voru afar skrítin. Ég fór og horfði á góða mynd sem var stórflott og allt það, en ég kom út algjörlega dofinn. Allar væntingarnar höfðu eyðilagt hvað mér fannst um hana. Enn þann dag í dag finnst mér Batman Begins betri. Það er útaf því þegar ég kom út úr bíóinu af BB þá var ég: "Vá! Vá! Hvað þetta var geðveik mynd!". Það er líka svipað með Hellboy II ég fór með voðalega litlar væntingar og fékk að sjá alveg ótrúlega vel heppnaða, fyndna, skemmtilega, ævintýralega spennumynd.

Fyrir mér er hún sjónrænt meistaraverk. Það fer ekki á milli mála að Guillermo Del Toro er snillingur. Hann fær næstum því algert frelsi til að gera hvað sem hann vill, það er í raun fáránlegt fyrir svona stóra mynd. Leikurinn er fínn, en það sem mér finnst skipta mestu máli í þessari mynd er heildarútlit hennar. Eitt af mínum uppáhalds atriðum er atriðið með skógarguðinn sem minnti mig óneitanlega á Princess Mononoke. Að mínu mati er þetta topp mynd fyrir alla þá sem fýla fantasíur. Get ekki beðið eftir að sjá hvað Guillermo gerir með Hobbitann.

Hérna er trailerinn fyrir myndina sem sýnir ansi vel hversu flott hún er að mínu mati:


Invasion of the Body Snatchers (1978)

Þessa sá ég fyrir algera tilviljun þegar ég kveikti á sjónvarpinu og var að fara á milli stöðva þegar ég sá að þessi væri að fara byrja á MGM. Donald Sutherland og Brooke Adams fara með aðalhlutverkin en margir aðrir góðir leikarar koma við sögu svo sem Jeff Goldblum og Leonard Nimoy sem leikur geðlækni. Hin fínasta hryllingsmynd og sérstaklega góð hugmynd. Mér finnst það frekar hræðileg tilhugsun að vera skipt út og það kæmi einhver "plöntu-ég" í staðinn. Allir eins og finna ekki fyrir neinu. Þessi mynd er að því leyti góð ádeila á okkar tíma þar sem margir finna fyrir öryggi í að vera hlutur af hópi og að allir séu eins.

Það er reyndar eitt sem ég vil taka fram sem mér fannst mjög gott við myndina og það er tónlistin og sound effectin. Hjartslátturinn sem kom alltaf í spennu atriðunum fannst mér mjög sniðugur og fannst mér þetta ná hápunkti í atriðinu þegar Sutherland er í inni í vöruhúsinu og öll umhverfishljóðinn magnast þangað til það verður næstum ógerlegt að hlusta lengur. Fín sci-fi/hryllingsmynd með alvöru hryllings endi.

Let The Right One In

Ég var ekkert búinn að heyra nema góða hluti um þessa mynd. Hún væri hreinlega frábær. Held meiri segja að Sæbjörn hafi gefið henni 4 stjörnur í mogganum. Svo ég sló til og ákvað að leigja hana. Klukkan orðinn ellefu og ég slökkti ljósin og lét hana í tækið. Því miður get ég ekki annað sagt en að mér fannst þessi mynd alveg hræðilega leiðinleg. Vona ég að ef einhverjum finnist hún góð *hóst* að þeir taki það ekki nærri sér. Ég geri mér grein fyrir því að þessi mynd snýst fyrst og fremst um andrúmsloft, en hún náði bara á engan hátt að fanga það hjá mér. Ég horfði daufur á skjáinn spyrjandi mig eiginlega hvenær þessi mynd ætlaði að klárast. Mér fannst hún aldrei ná neinum hápunkti né ná að kalla fram einhverjar tilfinningar hjá mér. Það var kannski að hún myndaði smá spennu þegar Eli platar Jocke til að koma til sín undir brúnna, en ekkert meir. Mér fannst líka oft á tíðum fáránlegt hve lítið atburðir voru útskýrðir og eftir að þeir gerðust að þá var ekkert meir skeytt sér að þeim.

Öll morðin til dæmis og að ekkert hafi verið gert í framhaldi þeirra, og að ekkert hafi verið einbeitt sér að því þegar maðurinn á spítalanum deyr. Ég veit að allar myndir hafa einhver plot holes en þetta pirraði mig óendanlega. Vampírur geta verið töff og þær eru oft margbrotnir og flóknir karakterar, en í þessari mynd botnaði ég ekkert í Eli. Hvað þá endinum þegar hún stútar drengjunum í sundsalnum. Svíarnir geta gert góðar myndir en þessi mynd var bara ekki minn tebolli. Að mínu mati alls ekki góð mynd.

Rambo

Nýjasta Rambo myndin! Ég hef ekki séð neinar af hinum gömlu og eftir þunglyndina sem ég var búinn að horfa á ákvað ég að horfa á eitthvað karlmennsku rugl til tilbreytingar. Byrjun myndarinnar sýnir okkur Rambo sem eldri mann og er búinn að setja vélbyssuna á hilluna. Býr einhvers staðar við landamæri Búrma og vinnur á litlum ferjubát. Ekki líður að löngu þangað til hann þarf að fara með fólk yfir á svæði óvinarins. Kemur þá ekki í ljós að kallinn kann sitthvað til með byssu og barefli. Vondu kallarnir í þessari mynd er gerðir að svo miklum djöflum að það er ekki einu sinni fyndið. Hvert atriðið á eftir öðru sýnir þá sem svo miklar skepnur að maður getur varla beðið eftir að sjá Rambo taka í lurginn á þeim! Hann gerir það svo auðvitað allsvakalega.

Það er eitthvað svo gaman við það að horfa á þennan eins manns her tæta gæjana í sig, ég fékk svona ágætt nostalgíukast þar sem ég minntist gömlu hasarmyndana sem voru um alvöru karlmenn en ekki um einhvera gæja í leðurnærbrókum og spandex eins og allar þessar ofurhetjumyndir í dag. John McClane og félagar það voru góðir tímar.

Annað sem ég vil minnast á er að myndatakan er mjög góð í mydinni og er það uppfullt af fallegu landslagi. Sly bæði skrifaði handritið og leikstýrði myndinni og því fær ekki neitað að hann kann sitt fag upp á hár. Myndin er að því leiti eins og Dirty Harry að það er ekkert kjaftæði, það er bara action og ekkert annað til að trufla. Helvíti góð mynd sem ég mæli með ef mann langar til að sjá vel vandaða spennumynd (með helling af blóði).

Hérna linkur á seinasta atriðið (sem er svakalegt). er ekki hægt að embeda því miður:
http://www.youtube.com/watch?v=g2RG-vMLGCk&feature=fvst

Jæja þá er bara vonast til að maður komist á RIFF í kvöld. Ég hreinlega nenni ekki þessum veikindum mikið lengur.

Wednesday, September 2, 2009

Citizen Kane og The Kid



Jæja, þar sem ég fór ekki að sjá Slugs niðrí bæ eins og ég upprunalega ætlaði mér, ákvað ég að horfa á The Kid. Ég var búinn að steingleyma að ég ætti hana, en það helltist yfir mig í dag minningin þegar ég keypti hana og Citizen Kane á sama tíma (og horfði á hvoruga!). Svo hvað gæti þá verið betra en að horfa á þessar tvær myndir sem ég var búinn að fresta að horfa á í svona 3-4 ár með því að horfa á þær báðar á sama deginum? Mér fannst það allavega fyndið...

Vindum okkur þá í þetta. Citizen Kane fjallar um Charles Foster Kane sem er fjölmiðlajöfur. Persóna Welles er ýkt skopstæling á manni að nafni William R. Hearst sem hafði mikil ítök í Bandaríkjunum á þeim tíma sem myndin kemur út. Var honum víst ekkert sérstaklega annt um það að myndin væri í bígerð og vildi borga framleiðslufyrirtæki myndarinnar himinháa upphæð fyrir það að öllum eintökum myndarinnar yrði eytt. Það fyrsta sem maður tekur eftir við myndina er að myndatakan er frábær. Bæði tökustaðir, uppsetning og val á sjónarhornum eru mjög flott og er uppáhalds atriðið mitt úr myndinni þegar Kane er bjóða sig fram til ríkisstjóra og er að fara með ræðu yfir fullum sal af fólki. Skemmtilegur contrast í því atriði í samanburði við atriðið sem var beint á undan þar sem að í því er sýnt að í byrjun er kosningabarátta Kane's algjörlega ömurleg og lítur út fyrir að vera dauðadæmd. En Kane hefur sín ítök og með svindli og óstöðvandi vilja sínum til að láta fólkið elska sig kemst hann í þennan troðfulla sal af fólki. Mér leiddist ekki á meðan ég horfði á þessa mynd, þó það væri kannski enginn sérstakur drifkraftur í henni þá var e-ð við hana. Hún minnir mig örlítið á There Will Be Blood að því leyti að söguhetjan er orðinn algerlega eyðilögð og siðspillt í endann, þó aðalpersónurnar í báðum myndum komast í það ástand á ólíkan hátt. Berum aðalpersónurnar úr þessum tveimur myndum aðeins meir saman þ.e. Kane og Plainview. Það sem gerir þá ólíka er að Kane þarf ekki að hafa fyrir ríkidæmi sínu því hann fær það í hendurnar sem barn en Plainview vinnur hörðum höndum og lætur allt að veði til að verða stórjöfur. Einnig er líka e-ð gott að finna í Kane til að byrja með en ekki er það sama hægt að segja um Plainview sem er gjörsamlega siðspilltur frá byrjun. Þrátt fyrir að þetta þá enda þeir báðir einir, í stóru húsunum sínum og það er enginn eftir sem elskar þá. Í báðum tilfellum er það út af því þeir elska engann annan en sjálfan sig og vita ekki hvernig þeir geta sýnt alúð til annarrar manneskju. Þess vegna finnst mér Rosebud pælingin vera doldið góð, hún summar alls ekki Kane upp í einu orði, EN þetta er minning hans um tíma þar sem hann var seinast að alvöru elskaður, og ef hann hefði kannski fengið venjulegt uppeldi hefði hann kannski ekki endað sem sá maður sem hann varð. Kane þráir að vita 'hvað ef' í þessari mynd, eða svo vil ég allaveganna halda (þótt það sé nú bara fyrir sjálfan mig!). Góð mynd og mun ég eflaust horfa á hana aftur einhvern tímann í bráð.


Svo er það The Kid. Kómísk tragedía, eða er það öfugt? Eina sem ég veit er að þessi mynd er góð fyrir sálina. Hún er alveg voðalega hugljúf. Ég verð að játa að ég hló nú ekki mikið að henni en það voru nokkur fyndinn atriði en það sem meira máli skiptir er að mér fannst hún vera hin fínasta mynd án þess að láta hana í neinn sérstakan flokk, gamanmynd eða whatever. Þetta er mynd sem lætur mann hlæja og finna fyrir meðaumkun. Hún höfðar til þessa mannlega eðlis í okkur. Nú ætla ég að stoppa mig áður en ég dett í e-ð óumflýjanlegt roundabout um meiningu myndarinnar. Ég held mér bara við það, að hún höfðar til tilfinninga sem allir ættu að þekkja.
Chaplin er auðvitað meistari og ég átti ekki séns þegar hann labbaði fyrst inn. Útskeifur og alveg í sínum eigin heimi, maður getur ekki annað en hlegið smá að þessum snillingi. The Tramp er frábær persónusmíði það verður að segjast. Hreyfingarnar hans og 'body language' eru gimsteinar. Það eru tvö atriði sem mér fannst alger snilld. Annars vegar þegar hann og krakkinn eru að reyna græða smá pening og hins vegar algerlega random atriði þegar The Tramp er að dreyma og hundur í engla búning svífur inn á mynd, mér fannst það svo fáránlega absúrd að ég hló eiginlega vandræðalega mikið að því. Ég var líka næstum búinn að gleyma tónlistinni! Hún passar myndinni fullkomlega og gerir hann enn meira yndislega. Ég á ennþá erfitt með að trúa því að Chaplin skrifaði handritið, lék aðalhlutverkið, framleiddi og samdi tónlistina fyrir þessa mynd! Get ekki endurtekið það oftar... maðurinn er snillingur.

Fyrra atriðið. Sérstaklega gott þegar Chaplin er að sparka í krakkann. haha


Seinna atriðið, Hundurinn kemur inn á mín: 6:30 eða svo.


Ég vil enda þessa færslu á því að ég sé alls ekki eftir því að hafa horft á báðar þessar myndir. Ég hafði gaman af þeim báðum. Ætla ég að reyna skrifa um myndir sem ég hefði hér fyrir ekki alltof löngu sagst ekki 'nenna' að horfa á, og reyna þannig að víkka sjóndeildarhringinn. Until next time.

Sunday, August 30, 2009

Topplisti

Eins og öllum er auðkunnt er varla hægt að gera fastan lista yfir myndir sem maður er fullviss um að séu þær bestu sem maður hefur séð. Ég ætla nú samt sem áður að reyna og velja þær út frá því hvernig mér leið eftir að myndin kláraðist. Hvaða áhrif myndin hafði á mig. Það er ekki hægt að segja að ég sé "movie buff" en ég hef gaman að bíómyndum. Hér koma þá myndirnar í engri sérstakri röð.

No Country For Old Men

Þetta er hreint út sagt alveg ótrúleg mynd. Ég horfði á hana agndofa og sem dáleiddur. Tommy Lee Jones, Josh Brolin og Woody Harrelson sýna allir stórleik en það er engin annar en Javier Bardem sem algerlega stelur senunni, örugglega eitt besta illmenni sem ég hef séð. Þessi tómeygði jötunn sem sýnir enginn viðbrögð og drepur hvern sem er án þess að blikka! Hann var ótrúlegur í þessari mynd. Ég flakkaði milli þess að anda léttar um stundarsakir og kreppa hnefana þangað til þeir yrðu hvítir. Það kom mér svo allsvakalega á óvart þegar ég var kominn út úr bíóhúsinu og fattaði að ég mundi varla eftir engri tónlist. Ég fer heim og tjékka á þessu. Kemur í ljós að það er varla nein tónlist í myndinni! Coen bræðurnir eru snillingar, í þeim atriðum sem þeir loksins notuðu tónlist í var ég að deyja! Til dæmis peninga ræðan hans Antons. Ég hélt ég yrði ekki eldri. Hreint út sagt frábær mynd.

Linkur hér á Peninga ræðuna:

http://www.youtube.com/watch?v=wkh6if8TL2U&feature=related


V for Vendetta

Ég játa að þessi mynd er kannski ekkert meistaraverk. En mér fannst hún alveg hræðilega góð þegar ég sá hana fyrst, og ég get horft á hana aftur og aftur án þess að leiðast. Framvinda sögunnar í bland við rödd Hugo Weaving var það sem gerði það fyrir mig. Ég man það fullkomnlega í hvaða sal og hvar ég sat í Háskólabíó þegar ég sá hana í fyrsta skipti. Seinasta korter myndarinnar hefði mátt heyra saumnál detta, og hefði einhver hóstað eða byrjað að tala... hefði ég örugglega ráðist á þá manneskju. Ég var algerlega heillaður. Nokkur atriði standa upp úr og þá sérstaklega þegar V sprengir upp "The British Parliament" og 1812 Overture hljómar undir.


The Pianist

Þetta er mynd sem ég hef einungis séð einu sinni. Ég var 13 ára þegar ég sá hana og hef ekki lagt í að horfa á hana síðan. Hræðilega sorgleg mynd um hvernig vilji eins manns til að lifa kemur honum í gegnum ótrúlegar ógöngur. Þessi mynd fékk mig til að uppgötva hversu hræðileg Helförin var. Áhrifarík atriði eins og gamli maðurinn í hjólastólnum og þegar Szpilman spilar í endann á myndinni.

The Pianist - Chopin Ballade No. 1 Linkur:

http://www.youtube.com/watch?v=ChtL5yUuSVY


Oldboy

Mynd sem ég leigði einn án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um. Þetta var rétt um hátind minn sem imdb-lurkermógull. Ég sá framan á hulstrinu helling af krönsum og sagði við sjálfan mig: "Afhverju ekki?". Held að ég hafi aldrei fengið jafn mikið fyrir peninginn. Hefndarsaga eins og þær gerast bestar. Í enda myndarinnar fékk ég svo mikið sjokk að ég var alveg búinn á því. Ótrúlega flott og vel gerð mynd ekkert annað hægt að segja.






Full Metal Jacket


Fyrsta Kubrick myndin sem ég sá og var ég þá frekar ungur. Þessi mynd brýtur dálítið regluna sem ég setti og það er að mér fannst hún bara góð þegar ég sá hana í fyrsta sinn, hún hafði enginn sérstök hughrif. Leikur Vincent D'Onofrio sem Pvt. Pyle er alveg framúrskarandi. Það var ekki fyrr en eftir á, þegar ég var orðinn smá eldri og horfði á hana í annað skipti að ég fattaði hversu mikil gagnrýni á Víetnam stríðið þessi mynd var. Loka atriðið er í sérstöku uppáhaldi hjá mér þegar hersveitin sönglar M-I-C-K-E-Y M-O-U-S-E Mickey Mouse! Ótrúlega tilgangslaust atriði sem sýnir hversu ótrúlega tilgangslaust þetta stríð var.

MICKEY linkur:

http://www.youtube.com/watch?v=PmILOL55xP0


Boondock Saints


Þú hefur séð þessa oft á svona listum er það ekki Siggi? Þessi bíómynd um tvo írska bræður í leit að réttlæti sama hvað það kostar er allt í senn dramatísk, fyndinn og ógeðsleg allt í senn. Ef ég fengi tvö orð til lýsa henni þá væru þau: Willem Dafoe. Hlutverk hans er alveg óborganlegt. Maður vissi það frá því að hann setti á sig þessi gulu heyrnartól og byrjaði stjórna með tónlistinni og þegar hann skipar hálfvita löggunni til að ná í kaffibolla fyrir sig að hann væri snillingur. Ekki einungis er Dafoe svona ýktur heldur næstum allir aðrir. Hálfvita löggan er eins mikill fáviti og hægt er að vera, bræðurnir eru alltof harðir, barþjónninn er með Tourettes o.s.frv. Mynd sem ég dýrka.

Children of Men

Kvikmyndatakan í þessari mynd er geðveik og ekki er söguþráðurinn heldur af verri endanum! Ég horfði á þessa mynd og elskaði hvernig hún leit út. Myndin fangaði mig frá byrjun til enda og ég man eftir að hafa fengið gæsahúð á nokkrum stöðum. Kvikmyndatakan var ótrúlega raunveruleg en samt sem áður vel tekinn. Mér dettur strax í hug atriðið þegar mótorhjólið klessir á og þegar Theo hleypur inn í húsið og það er verið bombardera það í tætlur. Lítur út fyrir að vera ein taka, alveg ótrúlega flott.

Linkur á atriðið hér:

http://www.youtube.com/watch?v=2sdPRCjZ78o

Princess Mononoke

Myndirnar hans Hayao Miyazaki eru ekki slæmar, og ég elska þessa mynd. Hugarheimurinn, sagan og persónur hennar eru allt hrein snilld. Þessi mynd opnaði fyrir mér dyrnar að anime myndum og því er ég henni ávallt þakklátur. Þessi epíska mynd um baráttu náttúrunnar við endalausa græðgi og spillingu mannsins sem er reiðubúinn að eyðileggja hvað sem er svo lengi sem úr því er að fá pening er gerð listavel. Miyazaki er í essinu sínu og það er erfitt að sogast ekki inn í myndina.




Ég er án efa að gleyma helling af myndum en ég er samt sem áður ánægður með þennan lista. Fyrsta skipti sem ég reyni að gera einhvern slíkan. Eitthvað sem ég tek sjálfur eftir að ég kláraði að láta hann saman er hvað hann inniheldur margar þungar myndir, og myndir sem eru ádeila á heim okkar. Er alveg pottþétt að gleyma einhver geggjuðum hasar og feelgood myndum. En svona er lífið hverfult. Þetta voru þær myndir sem höfðu áhrif á mig og fengu mig til að hugsa eftir að þeim var lokið.