Sunday, September 20, 2009
Myndir í veikindunum
Hversu yndislegt er það þegar maður er nýbúinn að fá RIFF passann sinn í hendurnar og maður verður veikur samdægurs? Ekkert sérlega yndislegt. Nú er ég nýorðinn betri (þó ég sé með smá hósta) og á þessum tíma sem ég var veikur horfði ég á þónokkrar myndir. Þar sem ég er búinn að missa af frekar miklu á RIFF þá ætla ég að hafa smá umfjöllun um nokkrar af þessum myndum.
Dirty Harry
Mig hefur alltaf langað til að sjá einhverja Dirty Harry mynd þannig að ég sló til. Ég hafði mjög gaman að henni. Þetta er svona no nonsense, get to the point mynd. Dirty Harry á ekkert love interest, hann á bara myrka fortíð og .44 magnum sem getur tekur af þér höfuðið. Plottið í myndinni er mjög basic. Geðsjúkur morðingi heimtar pening og ef hann fær hann ekki þá heldur hann áfram að drepa saklaust fólk. Myndatakan fannst mér líka ofur-venjuleg, sérstaklega þar sem ég var nýbúinn að horfa á A fistful of Dollars þar sem öllum atriðum er stillt upp fínt og fagurfræðilega.
Þetta var bara ótrúlega venjuleg spennumynd að næstum öllu leyti! Það sem gerir hana öðruvísi, er skapið hans Clints og hversu ótrúlega svalur hann er. Einnig verð ég að minnast á að Andrew Robinson fer með stjörnuleik sem morðinginn Scorpio. Maður hreinlega heldur að hann sé geðveikur. Ég held að það sé þetta tvennt í bland við það hversu venjuleg myndin er, sem fær mig til að heillast að henni.
Þegar ég pældi í myndinni fannst mér eins og allt í henni gæti átt sér stað í raunveruleikanum. Fyrir utan kannski bankaráns atriðið og þegar Harry gerir sér lítið fyrir og hoppar af brú beint á þakið á rútu. Það er þessi raunveruleiki bæði í myndatöku, leikstjórn og plotti sem ég fýlaði svona mikið. Það er ekki spurning um að ég muni klára þessa seríu.
Í þessari klippu sjáum við bæði þegar Harry hoppar á rútuna, en fyrst og fremst frábæra frammistöðu hjá Andrew Robinson
Hellboy II: The Golden Army
Aaah... myndin sem kom á eftir The Dark Knight. Ég fór á þessa mynd í bíó í fyrra og elskaði hana! Ég horfði á hana aftur núna og ég geri það ennþá. Ég ber hana oft saman við TDK (sem ég reyndar þarf að fara skella aftur í tækið) því þegar þær komu út fannst mér Hellboy II vera betri. Viðbrögð mín við TDK voru afar skrítin. Ég fór og horfði á góða mynd sem var stórflott og allt það, en ég kom út algjörlega dofinn. Allar væntingarnar höfðu eyðilagt hvað mér fannst um hana. Enn þann dag í dag finnst mér Batman Begins betri. Það er útaf því þegar ég kom út úr bíóinu af BB þá var ég: "Vá! Vá! Hvað þetta var geðveik mynd!". Það er líka svipað með Hellboy II ég fór með voðalega litlar væntingar og fékk að sjá alveg ótrúlega vel heppnaða, fyndna, skemmtilega, ævintýralega spennumynd.
Fyrir mér er hún sjónrænt meistaraverk. Það fer ekki á milli mála að Guillermo Del Toro er snillingur. Hann fær næstum því algert frelsi til að gera hvað sem hann vill, það er í raun fáránlegt fyrir svona stóra mynd. Leikurinn er fínn, en það sem mér finnst skipta mestu máli í þessari mynd er heildarútlit hennar. Eitt af mínum uppáhalds atriðum er atriðið með skógarguðinn sem minnti mig óneitanlega á Princess Mononoke. Að mínu mati er þetta topp mynd fyrir alla þá sem fýla fantasíur. Get ekki beðið eftir að sjá hvað Guillermo gerir með Hobbitann.
Hérna er trailerinn fyrir myndina sem sýnir ansi vel hversu flott hún er að mínu mati:
Invasion of the Body Snatchers (1978)
Þessa sá ég fyrir algera tilviljun þegar ég kveikti á sjónvarpinu og var að fara á milli stöðva þegar ég sá að þessi væri að fara byrja á MGM. Donald Sutherland og Brooke Adams fara með aðalhlutverkin en margir aðrir góðir leikarar koma við sögu svo sem Jeff Goldblum og Leonard Nimoy sem leikur geðlækni. Hin fínasta hryllingsmynd og sérstaklega góð hugmynd. Mér finnst það frekar hræðileg tilhugsun að vera skipt út og það kæmi einhver "plöntu-ég" í staðinn. Allir eins og finna ekki fyrir neinu. Þessi mynd er að því leyti góð ádeila á okkar tíma þar sem margir finna fyrir öryggi í að vera hlutur af hópi og að allir séu eins.
Það er reyndar eitt sem ég vil taka fram sem mér fannst mjög gott við myndina og það er tónlistin og sound effectin. Hjartslátturinn sem kom alltaf í spennu atriðunum fannst mér mjög sniðugur og fannst mér þetta ná hápunkti í atriðinu þegar Sutherland er í inni í vöruhúsinu og öll umhverfishljóðinn magnast þangað til það verður næstum ógerlegt að hlusta lengur. Fín sci-fi/hryllingsmynd með alvöru hryllings endi.
Let The Right One In
Ég var ekkert búinn að heyra nema góða hluti um þessa mynd. Hún væri hreinlega frábær. Held meiri segja að Sæbjörn hafi gefið henni 4 stjörnur í mogganum. Svo ég sló til og ákvað að leigja hana. Klukkan orðinn ellefu og ég slökkti ljósin og lét hana í tækið. Því miður get ég ekki annað sagt en að mér fannst þessi mynd alveg hræðilega leiðinleg. Vona ég að ef einhverjum finnist hún góð *hóst* að þeir taki það ekki nærri sér. Ég geri mér grein fyrir því að þessi mynd snýst fyrst og fremst um andrúmsloft, en hún náði bara á engan hátt að fanga það hjá mér. Ég horfði daufur á skjáinn spyrjandi mig eiginlega hvenær þessi mynd ætlaði að klárast. Mér fannst hún aldrei ná neinum hápunkti né ná að kalla fram einhverjar tilfinningar hjá mér. Það var kannski að hún myndaði smá spennu þegar Eli platar Jocke til að koma til sín undir brúnna, en ekkert meir. Mér fannst líka oft á tíðum fáránlegt hve lítið atburðir voru útskýrðir og eftir að þeir gerðust að þá var ekkert meir skeytt sér að þeim.
Öll morðin til dæmis og að ekkert hafi verið gert í framhaldi þeirra, og að ekkert hafi verið einbeitt sér að því þegar maðurinn á spítalanum deyr. Ég veit að allar myndir hafa einhver plot holes en þetta pirraði mig óendanlega. Vampírur geta verið töff og þær eru oft margbrotnir og flóknir karakterar, en í þessari mynd botnaði ég ekkert í Eli. Hvað þá endinum þegar hún stútar drengjunum í sundsalnum. Svíarnir geta gert góðar myndir en þessi mynd var bara ekki minn tebolli. Að mínu mati alls ekki góð mynd.
Rambo
Nýjasta Rambo myndin! Ég hef ekki séð neinar af hinum gömlu og eftir þunglyndina sem ég var búinn að horfa á ákvað ég að horfa á eitthvað karlmennsku rugl til tilbreytingar. Byrjun myndarinnar sýnir okkur Rambo sem eldri mann og er búinn að setja vélbyssuna á hilluna. Býr einhvers staðar við landamæri Búrma og vinnur á litlum ferjubát. Ekki líður að löngu þangað til hann þarf að fara með fólk yfir á svæði óvinarins. Kemur þá ekki í ljós að kallinn kann sitthvað til með byssu og barefli. Vondu kallarnir í þessari mynd er gerðir að svo miklum djöflum að það er ekki einu sinni fyndið. Hvert atriðið á eftir öðru sýnir þá sem svo miklar skepnur að maður getur varla beðið eftir að sjá Rambo taka í lurginn á þeim! Hann gerir það svo auðvitað allsvakalega.
Það er eitthvað svo gaman við það að horfa á þennan eins manns her tæta gæjana í sig, ég fékk svona ágætt nostalgíukast þar sem ég minntist gömlu hasarmyndana sem voru um alvöru karlmenn en ekki um einhvera gæja í leðurnærbrókum og spandex eins og allar þessar ofurhetjumyndir í dag. John McClane og félagar það voru góðir tímar.
Annað sem ég vil minnast á er að myndatakan er mjög góð í mydinni og er það uppfullt af fallegu landslagi. Sly bæði skrifaði handritið og leikstýrði myndinni og því fær ekki neitað að hann kann sitt fag upp á hár. Myndin er að því leiti eins og Dirty Harry að það er ekkert kjaftæði, það er bara action og ekkert annað til að trufla. Helvíti góð mynd sem ég mæli með ef mann langar til að sjá vel vandaða spennumynd (með helling af blóði).
Hérna linkur á seinasta atriðið (sem er svakalegt). er ekki hægt að embeda því miður:
http://www.youtube.com/watch?v=g2RG-vMLGCk&feature=fvst
Jæja þá er bara vonast til að maður komist á RIFF í kvöld. Ég hreinlega nenni ekki þessum veikindum mikið lengur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Eitt sem ég vildi líka minnast á! Þar sem að mér fannst Dirty Harry svona ótrúlega venjuleg, finnst mér eins og með réttum leikstjóra sé hægt að vinna meira með myndina. Gera hana meira 'stíliseraða' ef það meikar e-ð sense. Það þyrfti samt að finna einhvern svakalegan nagla til að fylla upp í fótspor Clints. Ef það er hægt, þá er þetta ein mynd sem ég myndi styðja heilshugar sem remake (ekki geri ég það oft). Öööh... já.
ReplyDeleteFúlt að verða veikur rétt fyrir RIFF! Hefði ekki viljað lenda í því. Vona að þú hafir nú náð að kíkja á einhverjar myndir eftir allt saman.
ReplyDeleteVarðandi stíl og myndatöku á Dirty Harry, þá er ætlunin þar líkast til að ná sem mestu raunsæi (eins og þú bendir að nokkru leyti á). Spurningin er því hvort aukin stílfæring myndi ekki grafa undan raunsæinu. Sjálfur styð ég yfirleitt alltaf aukna stílfæringu...
Sammála því að Hellboy II lúkkar fáránlega vel.
Let the Right One In er lágstemmd mynd, og kannski soldið hæg á köflum, en hún hélt mér allan tímann og mér fannst hún mjög góð.
Fín færsla. Um að gera að nýta veikindin í smá vídjógláp (sjálfur dett ég oft í þá gildru að horfa á léttmeti og sjónvarpsþætti þegar ég er veikur). 9 stig.
Fúlt að verða veikur rétt fyrir RIFF! Hefði ekki viljað lenda í því. Vona að þú hafir nú náð að kíkja á einhverjar myndir eftir allt saman.
ReplyDeleteVarðandi stíl og myndatöku á Dirty Harry, þá er ætlunin þar líkast til að ná sem mestu raunsæi (eins og þú bendir að nokkru leyti á). Spurningin er því hvort aukin stílfæring myndi ekki grafa undan raunsæinu. Sjálfur styð ég yfirleitt alltaf aukna stílfæringu...
Sammála því að Hellboy II lúkkar fáránlega vel.
Let the Right One In er lágstemmd mynd, og kannski soldið hæg á köflum, en hún hélt mér allan tímann og mér fannst hún mjög góð.
Fín færsla. Um að gera að nýta veikindin í smá vídjógláp (sjálfur dett ég oft í þá gildru að horfa á léttmeti og sjónvarpsþætti þegar ég er veikur). 9 stig.