Wednesday, September 2, 2009
Citizen Kane og The Kid
Jæja, þar sem ég fór ekki að sjá Slugs niðrí bæ eins og ég upprunalega ætlaði mér, ákvað ég að horfa á The Kid. Ég var búinn að steingleyma að ég ætti hana, en það helltist yfir mig í dag minningin þegar ég keypti hana og Citizen Kane á sama tíma (og horfði á hvoruga!). Svo hvað gæti þá verið betra en að horfa á þessar tvær myndir sem ég var búinn að fresta að horfa á í svona 3-4 ár með því að horfa á þær báðar á sama deginum? Mér fannst það allavega fyndið...
Vindum okkur þá í þetta. Citizen Kane fjallar um Charles Foster Kane sem er fjölmiðlajöfur. Persóna Welles er ýkt skopstæling á manni að nafni William R. Hearst sem hafði mikil ítök í Bandaríkjunum á þeim tíma sem myndin kemur út. Var honum víst ekkert sérstaklega annt um það að myndin væri í bígerð og vildi borga framleiðslufyrirtæki myndarinnar himinháa upphæð fyrir það að öllum eintökum myndarinnar yrði eytt. Það fyrsta sem maður tekur eftir við myndina er að myndatakan er frábær. Bæði tökustaðir, uppsetning og val á sjónarhornum eru mjög flott og er uppáhalds atriðið mitt úr myndinni þegar Kane er bjóða sig fram til ríkisstjóra og er að fara með ræðu yfir fullum sal af fólki. Skemmtilegur contrast í því atriði í samanburði við atriðið sem var beint á undan þar sem að í því er sýnt að í byrjun er kosningabarátta Kane's algjörlega ömurleg og lítur út fyrir að vera dauðadæmd. En Kane hefur sín ítök og með svindli og óstöðvandi vilja sínum til að láta fólkið elska sig kemst hann í þennan troðfulla sal af fólki. Mér leiddist ekki á meðan ég horfði á þessa mynd, þó það væri kannski enginn sérstakur drifkraftur í henni þá var e-ð við hana. Hún minnir mig örlítið á There Will Be Blood að því leyti að söguhetjan er orðinn algerlega eyðilögð og siðspillt í endann, þó aðalpersónurnar í báðum myndum komast í það ástand á ólíkan hátt. Berum aðalpersónurnar úr þessum tveimur myndum aðeins meir saman þ.e. Kane og Plainview. Það sem gerir þá ólíka er að Kane þarf ekki að hafa fyrir ríkidæmi sínu því hann fær það í hendurnar sem barn en Plainview vinnur hörðum höndum og lætur allt að veði til að verða stórjöfur. Einnig er líka e-ð gott að finna í Kane til að byrja með en ekki er það sama hægt að segja um Plainview sem er gjörsamlega siðspilltur frá byrjun. Þrátt fyrir að þetta þá enda þeir báðir einir, í stóru húsunum sínum og það er enginn eftir sem elskar þá. Í báðum tilfellum er það út af því þeir elska engann annan en sjálfan sig og vita ekki hvernig þeir geta sýnt alúð til annarrar manneskju. Þess vegna finnst mér Rosebud pælingin vera doldið góð, hún summar alls ekki Kane upp í einu orði, EN þetta er minning hans um tíma þar sem hann var seinast að alvöru elskaður, og ef hann hefði kannski fengið venjulegt uppeldi hefði hann kannski ekki endað sem sá maður sem hann varð. Kane þráir að vita 'hvað ef' í þessari mynd, eða svo vil ég allaveganna halda (þótt það sé nú bara fyrir sjálfan mig!). Góð mynd og mun ég eflaust horfa á hana aftur einhvern tímann í bráð.
Svo er það The Kid. Kómísk tragedía, eða er það öfugt? Eina sem ég veit er að þessi mynd er góð fyrir sálina. Hún er alveg voðalega hugljúf. Ég verð að játa að ég hló nú ekki mikið að henni en það voru nokkur fyndinn atriði en það sem meira máli skiptir er að mér fannst hún vera hin fínasta mynd án þess að láta hana í neinn sérstakan flokk, gamanmynd eða whatever. Þetta er mynd sem lætur mann hlæja og finna fyrir meðaumkun. Hún höfðar til þessa mannlega eðlis í okkur. Nú ætla ég að stoppa mig áður en ég dett í e-ð óumflýjanlegt roundabout um meiningu myndarinnar. Ég held mér bara við það, að hún höfðar til tilfinninga sem allir ættu að þekkja.
Chaplin er auðvitað meistari og ég átti ekki séns þegar hann labbaði fyrst inn. Útskeifur og alveg í sínum eigin heimi, maður getur ekki annað en hlegið smá að þessum snillingi. The Tramp er frábær persónusmíði það verður að segjast. Hreyfingarnar hans og 'body language' eru gimsteinar. Það eru tvö atriði sem mér fannst alger snilld. Annars vegar þegar hann og krakkinn eru að reyna græða smá pening og hins vegar algerlega random atriði þegar The Tramp er að dreyma og hundur í engla búning svífur inn á mynd, mér fannst það svo fáránlega absúrd að ég hló eiginlega vandræðalega mikið að því. Ég var líka næstum búinn að gleyma tónlistinni! Hún passar myndinni fullkomlega og gerir hann enn meira yndislega. Ég á ennþá erfitt með að trúa því að Chaplin skrifaði handritið, lék aðalhlutverkið, framleiddi og samdi tónlistina fyrir þessa mynd! Get ekki endurtekið það oftar... maðurinn er snillingur.
Fyrra atriðið. Sérstaklega gott þegar Chaplin er að sparka í krakkann. haha
Seinna atriðið, Hundurinn kemur inn á mín: 6:30 eða svo.
Ég vil enda þessa færslu á því að ég sé alls ekki eftir því að hafa horft á báðar þessar myndir. Ég hafði gaman af þeim báðum. Ætla ég að reyna skrifa um myndir sem ég hefði hér fyrir ekki alltof löngu sagst ekki 'nenna' að horfa á, og reyna þannig að víkka sjóndeildarhringinn. Until next time.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Flott færsla.
ReplyDeleteGott að heyra að þér líkaði Citizen Kane.
The Kid er vissulega mjög góð mynd. Chaplin er sérlega góður í því að spila á tilfinningar áhorfandans. Sem mér finnst reyndar kostur og galli. Fyrir vikið eru myndirnar hans miklu væmnari en hjá Buster Keaton og Harold Lloyd. Persónulega finnst mér Buster miklu betri, en Chaplin er engu að síður mjög góður.
7 stig.