Saturday, November 7, 2009

Fjórar góðar

Ég er búinn að vera komast að því meir og meir núna síðustu misseri hvað ég elska kvikmyndir mikið. Gaman að því og kannski meira um það seinna en þessi færsla mun fjalla um nokkrar myndir sem ég er búinn sjá síðastliðna viku. Zombieland, Some Like It Hot, The Lives of Others og V for Vendetta

Zombieland

Ég var búinn að heyra góða hluti um þessa og þar sem hún minnti mig á Shaun of the Dead sem er snilldarmynd og þá var ég orðinn ansi spenntur. Þó að atburðarásin í myndinni sé skammarlega þunn þá er þessi mynd mjööög góð skemmtun. Við hverju ætti maður líka eiginlega að búast við uppvakninga gamanmynd? Óskarsverðlauna handriti? Nei, myndin skilaði sínu og meira en það. Það eru mörg skemmtileg atriði í þessari mynd og þótt að sum þeirra séu helvíti hallærisleg þá eiga þau einmitt að vera það. Intro-ið fyrir myndina er frábært og eitt það flottasta sem ég hef séð í langan tíma (For Whom The Bell Tolls). Það minnir mig á þegar ég fór að sjá Watchmen í bíó og var næstum búinn að missa það yfir intro-inu. Leiðinlegt að restin af myndinni var ekki jafn góð. En back on topic, þá er Zombieland intro-ið geðveikt og myndin floppar ekki grimmt eins og Watchmen (mæli með bókinni frekar).

Hérna eru bestu gæðin af intro-inu sem ég fann:




Það sem gerir samt þessa mynd að því sem hún er, eru characterarnir sem eru minnisstæðir. Jesse Eisenberg sem lítur út fyrir að vera taka yfir hlutverkunum hans Michael Cera sem allsherjar unglingsstráks pussa er bara helvíti fyndinn og ég kann miklu betur við hann heldur en Cera. Emma Stone sem Wichita stóð sig vel. Hún var viðkunnaleg og fór ekkert í taugarnar á mér og finnst mér það vel að verki staðið. Kannski er ég einn um það en að mínu mati myndi ég halda að eitt það erfiðasta fyrir handritshöfund svona myndar er að gera viðkunnalega kvenmannspersónu. Þetta er svo hárfín lína sem þarf að dansa á. Ef hún er of hlédræg og gerir lítið, þá þolir maður hana ekki og finnst að hún hafa engan persónuleika, það koma svona milljón minningar upp í hugann þar sem kvenmanns persónan gerir ekkert annað en að væla og grenja allan tíman djöfull er það pirrandi. Hinsvegar ef að hún er alltof sjálfstæð þá sjálfkrafa þolir maður hana ekki því hún er hrokafull og óviðkunnaleg. Kannski er þetta bara karlremban í mér að tala en þetta er allaveganna kaldur raunveruleikinn sem ég þarf að lifa við þegar ég horfi á myndir. Abigail Breslin er að sama skapi fín í þessari mynd, en sá sem á þessa mynd er Woody Harrelson. Texas redneck í leit að hinum forboðna ávexti: Twinkie. Verður ekki mikið betra en það. Hann er mjög skemmtilegur í þessari mynd og ófá atriði sem sýna leikhæfileika hans og hve fyndinn maðurinn er.

Spennan á milli characteranna var vel gerð og fannst mér þessi týpíska flétta í miðri mynd þar sem allt hefur farið vel hingað til en svo allt í einu fer allt í kúk og kleinu ekki vera jafn týpisk og hún er venjulega. Aðalpersónur myndarinnar eru líka svo miklar andstæður að það býður upp á skemmtileg átök. Ég var ekkert sérlega mikið að pæla í myndatökunni í þessari mynd meðan ég var á henni enda var ég fyrst og fremst að njóta hennar. Hún er samt sem áður vel að verki staðinn á flestan hátt og eins og ég hef sagt þá er intro-ið mér ofarlega í huga þegar ég hugsa um
þessa mynd. Hún er kannski ekki jafn góð og Shaun of the Dead en hún er samt helvíti fín skemmtun. Skemmir ekki heldur fyrir hvað hún er gory.


Some Like It Hot


Þetta er ógeðslega fáránlega góð mynd! Það er svo margt sem kemur saman hérna. Leikstjórn, myndataka og handritið er ótrúlega fyndið og ég var næstum búinn að gleyma því hvernig það er að nota heilann og "hlusta" á dialogue-ið í gamanmynd. Maður þarf að vera á tánum ef maður vill ekki missa af einhverju skemmtilegu og hér er enginn cheap shot klósettshúmor til staðar.

Eins og stelpurnar töluðu um í tíma um Billy Wilder þá er
u myndirnar hans frekar einfaldar að því leyti að myndatakan er ekkert að skipta sér of mikið að. Myndin flæðir vel og það er þægilegt hvernig skotum er stillt upp á einn sérstakan stað og myndavélin er þar bara allan tímann og ekkert verið að færa hana til endalaust, einnig eins og sést þá eldist myndin ótrúlega vel. Myndin stendur þannig á sterkum stoðum hvað varðar alla framleiðslu, upptöku og svo framvegis. Þá er það bara eitt sem gæti skemmt fyrir/gert myndina betri og það er leikurinn, og hann er það BESTA við myndina. Marilyn Monroe, Tony Curtis og Jack Lemmon standa sig öll mjög mjög vel.

Monroe leikur sæta og heillandi ljósku sem hefur eitthvað átt erfitt með að finna ástina á þessum seinustu og erfiðustu tímum, hún er nú orðin 25 ára! Tíminn klárlega ekki með henni í liði. Ég er ekki frá því að hún sé skilgreiningin á Blonde Bombshell í þessari mynd.

Það eru samt samskipti og samleikur Tony Curtis og Jack Lemmon sem stendur upp úr. Ég veit ekki hve oft ég sagði við sjálfan mig: "Djöfull eru þetta góðir leikarar!". Þetta e
r næstum gallalaus frammistaða hjá þeim og það er fáránlegt hvað þeir ná vel saman. Að mínu mati eru sum af bestu atriðum myndarinnar þegar þeir deila skjánum saman. Hvort það sé hegðunin og hreimurinn hans Curtis sem Junior eða óborganlegu svipbrigðin hans Lemmon þá kemur þetta allt út svo áreynslulaust að maður varla trúir því. Góð sena sem sýnir þennan góða leik hjá öllum aðalpersónunum og skemmtilega klippingu er Tangó senan:



Þó að Curtis sé góður þá er samt Lemmon klárlega í uppáhaldi hjá mér. Ég er orðinn alveg svakalegur aðdáandi bara eftir þessa mynd, þetta bros! Öll þessi svipbrigði ýkt eða ekki þá eru þau frábær. Senan sem tekur við af Tangó senunni er æðisleg. Þegar Lemmon er að leika sér með hristurnar. Það er örugglega uppáhalds atriðið mitt í allri myndinni.

Þetta er örugglega með betri grínmyndum sem ég hef séð og ætla ég mér að kaupa hana. Ég þori að veðja á það að hún verður bara betr
i og betri með hverju áhorfi. Í lokasenunni þegar Osgood lætur þau fleygu orð falla að enginn sé fullkominn þá hefur hann rétt fyrir sér. Þessi mynd er samt andskoti nálægt því að afsanna það.

The Lives of Others

Margverðlaunuð mynd sem vann t.d. Óskarinn fyrir bestu erlendu mynd. Söguþráður myndarinnar er góður en það sem fangaði mig og gerði mig ótrúlega pirraðan og reiðan er umhverfið. Það var mjög flott ekki misskilja mig. Ég er að tala um Austur-Þýskaland og þann viðbjóð sem átti sér stað þar áratugum saman. Ég er ekki harður kapítalisti eða eitthvað þannig en svona sósíalismi eins og er sýndur í þessari mynd og átti sér stað í raunveruleikanum er ógeðslegur. Ef að ríkisafskiptin eru það mikil að íbúar landsins mega varla anda án þess að líta tvisvar í kringum sig er eitthvað mikið að. Fyndið að ég skuli svo hafa horft á V for Vendetta daginn eftir.

Hinsvegar er myndin mjög flott og standa leikararnir sig með prýði. Góð tónlist og andrúmsloft einkenna myndina.

Samt sem áður þá finnst mér þessi mynd ekki vera neitt epískt meistaraverki. Hún er að mínu mati einungis ágætt drama sem er samt ótrúlega langdregið. Kannski var það bara stemmningin sem ég var í þegar ég horfði á hana en myndin náði bara alls ekki að fanga athygli mína. Ég þurfti samt ekkert að pína mig að horfa á hana en hún náði aldrei að gera mig áhugasaman um framvinduna.

Svo var líka eitt annað sem böggaði mig ótrúlega mikið. Klippingin! Í heildina litið er hún allt í lagi, en það eru sum atriði sem mér fannst óþolandi að horfa á! Í fleiri en einni senu þar sem 2 eða fleiri persónur voru að tala saman voru nokkur sjónarhorn á þessar persónur og myndavélin var lítið sem ekkert hreyfð í skotunum
. Leikararnir töluðu saman og það var verið að skipta á milli sjónarhorna enda-fokking-laust! Það var enginn hreyfing milli skota sem gerði það óþolandi og beinlínis pirrandi að horfa á. Um leið og ég tók eftir því gat ég ekki hugsað um neitt annað.

Dæmi um þetta má finna í þessu myndbandi frá um 3:15 og til enda myndbandsins



Myndavélin var lítið hreyfð í flestum senum myndarinnar en ég tók eftir því allaveganna á einum stað þegar verið er að fara inn í íbúð aðalleikarans og koma fyrir hlerunartækjum þá eru notuð mikið af hreyfiskotum(?), einnig mikið zoomað inn og út. Reyndar voru öll skotin allt að því að þeir koma að hurðinni að íbúðinni á hreyfingu. Það kom alveg vel út og örugglega notað í þeim tilgangi að mynda spennu og segja áhorfandanum að eitthvað sé að fara gerast. En þá skil ég ekki afhverju það var ekki notað meira.

Þetta má sjá á bilinu 8:00 til 8:50 eða svo...

Annars er myndin fín og veitti hún mér betri innsýn á ástandið sem var í Þýskalandi fyrir ekki svo löngu. Mitt persónulega mat væri hinsvegar að ljúga ef ég segði að þessi mynd væri frábær.

p.s. Stasi njósnarinn er sjúklega líkur Kevin Spacey! WTF?!

V For Vendetta

Eins og kom fram í Topp færslunni minni þá er þessi mynd í uppáhaldi hjá mér. Ég gat bara ekki staðist það að horfa á hana 5. nóvember. Þetta er ansi mikil Hollívúdd ræma en hvað um það! Þær geta líka verið góðar! Í fyrsta skiptið sem ég sá hana þá fannst mér hún vera 5 mínútur að líða því ég lifði mig heldur betur inn í hana. Þetta var örugglega í þriðja skiptið sem ég sá hana og ég hef verið að spara hana svolítið.

Eftir þetta áhorf skil ég betur fólk sem finnst myndin vera "hæg". Ég fattaði það aldrei fyrst en nú sé ég hvað það meinar. Myndin inniheldur andskoti mikið dialogue (eiginlega einungis samtöl) og lítið aksjón. Það er alltaf verið að útskýra plottið og subplottin og ef maður hefur ekki gaman af sögusviðinu eða persónum alveg frá byrjun þá er maður ekki að fara fýla myndina.
Ég hinsvegar elska bæði sögusviðið og persónurnar.

Í þetta skipti náði ég líka að fylgjast betur með atburðarrásinni og smáatriðum sem ég hafði ekki tekið eftir áður eða steingleymt, t.d. var ég löngu búinn að gleyma því að persóna Steven
Fry í myndinni væri samkynhneigð. (Ekkert eins og það skipti einhverju máli fyrir framhald sögunnar)...

Handrit myndarinnar er að mínu mati mjög gott og það er alveg óhætt að eigna Alan Moore þann heiður. Samtöl V við Evey eru mjög skemmtileg, djúp og þjóna næstum alltaf þeim tilgangi að útskýra plottið eða sem drifkraftur fyrir myndina.

Ef ég þyrfti að giska myndi ég segja að Alan Moore væri þannig rithöfundur að hann byrjar ekki að skrifa bók án þess að vera búinn að skapa og móta allar helstu persónurnar mjög, mjöööög vel, hann er búinn að ákveða byrjun og þá sérstaklega endi bókarinnar algjörlega. Svo fléttar hann við þetta backstories og subplot eins og honum er einum lagið. Þetta elska ég, sama ástæða afhverju ég elska Watchmen (myndasöguna) svona mikið!

En það er ekki bara handritið og leikararnir sem eru góðir. Myndatakan og sögusviðið er einnig frábært. Nasista-Sósíalisma Bretland, helvíti gott...
Ég hef gaman af svona dystópíu hugmyndum og þetta sýnir það vel að mínu mati þó að það sé ýkt dæmi (annað eins hefur þó komið fyrir) hvað stóraukin ríkisafskipti eru álíka sniðug og... eitthvað sjúklega ósniðugt. "Strength through unity, unity through faith", meira helvítis kjaftæðið. Allir eiga sitt rétt á sínu frelsi.

Það eru mörg atriði sem ég hef í uppáhaldi í þessari mynd. T.d. fyrstu kynni V og Evey og þegar þau dansa saman seinna meir í myndinni. Atriðið þegar Evey hittir biskupinn, mexican standoff-ið milli V og Creedy og svo lengi mætti telja. Frábær myndataka, flott búningahönnun og sviðsmynd gera það að verkum að myndin hefur sinn eigin stíl sem ég elska.

Creedy vs V:



Ég er allavega ekki ennþá kominn með leið á þessari mynd og finnst mér hún eiginlega verða bara betri og betri með hverju áhorfi.

Fann þetta hér þegar ég var að leita að Creed senunni... smá djók, frekar fyndið samt. Algjörlega satt líka, náði alltaf rétt svo helmingnum af því sem hann sagði í þessu atriði!





Til að taka þetta saman. Þá voru þetta fjórar mjög mismunandi myndir sem eiga þó eitthvað sameiginlegt. Tvær grínmyndir: Ein mjög óraunveruleg og önnur aðeins meira raunveruleg.

Tvær dystópíu myndir: Ein raunveruleg og önnur mjög óraunveruleg.

Djöfulsins snilld.

1 comment:

  1. Glæsileg færsla, og ansi góður fjögurra mynda pakki. 10 stig.

    ReplyDelete