Saturday, October 31, 2009

Youtube, Kvikmyndir og Tónlist

Í þessari færslu ætla ég helst að fjalla um kvikmyndir í tengslum við tónlist og stuttmyndir sem ég hef séð á netinu.

Youtube er uppfullt af skemmtilegum klippum og ég fer örugglega oftast á þá síðu á hverjum degi fyrir utan auðvitað Facebook. Ég enduruppgötvaði hljómsveitina The Arcade Fire um daginn þegar ég sá trailerinn fyrir nýjustu mynd Spike Jonze (leikstjóra Adaptations og Being John Malkowich) "Where The Wild Things Are". Trailerinn lofar mjög góðu og er ég hvað mest spenntur fyrir þessari mynd af þeim sem koma um jólin. Hún er að fá dúndur góða dóma erlendis og dettur í bíóhús hér á landi 11. desember, einmitt þegar maður klárar prófin mér til mikillar gleði.

Hérna er trailerinn og mæli ég með að það sé horft á hann í HD, breytir svakalegu miklu (var ekki hægt að embedda -.-):

http://www.youtube.com/watch?v=RY-dXsR_ZFg

Eftir að hafa heyrt í Arcade Fire í þessu myndbandi ákvað ég að tjékka hvort að það væru til einhver myndbönd við önnur lög sem þeir hafa gert. Að mínu mati er tónlistin þeirra mikil stemmnings tónlist og passar því oft vel við myndbönd ef þau eru vel gerð. Ég fann tvö mjög flott.

Hið fyrra er lagið 'My Body Is A Cage' sett við brot úr myndinni 'Once Upon A Time In The West' eftir Sergio Leone. Ég verð að viðurkenna að það er einungis fyrir stuttu sem að ég vissi að sú mynd væri til og inniheldur bíóbrotið eins mikin spoiler og hægt er að innihalda. Ég fattaði þetta samstundis og ég kláraði klippuna en mér var alveg sama. Klippan er nefnilega svo ótrúlega flott! Hún fékk mig líka til að vilja sjá þessa mynd og ætla ég að gera það mjög bráðlega. Andrúmsloftið, textinn og myndatakan virka svo vel saman. Eins og einhver talar um textann í commentunum: "Just because you forgot doesn't mean you're forgiven."Sergio Leone could have used that as the tag line on the movie posters. Þetta á alveg virkilega vel við.



Seinna myndbandið er lagið 'Intervention' sett við brot úr myndinni Rumble Fish eftir Francis Ford Coppola. Hérna gerðist það nákvæmlega sama aftur. Svaka spoiler og ég vissi það ekki fyrr en myndbrotið var búið. En eins og áðan þá hafði ég ekki hugmynd að þessi mynd væri til og hefði aldrei vitað það örugglega ef ég hefði ekki horft á þessa klippu. Hún er líka það góð að ég ætla mér að horfa á myndina. Það er bara vonandi að myndin sé jafn gott og brotið.

http://www.youtube.com/watch?v=rbGb3kLJYR8 (ekki hægt að embedda -.-)

Það er af mörgu öðru að taka á youtube og er til hellingur af stuttmyndum á síðunni. Kiwi er með þeim fyrstu sem ég sá á netinu. Eins og gefur að kynna var ég mjög ungur þegar ég sá hana en hún hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér eftir að ég sá hana fyrst. Maður á að fylgja eftir draumum sínum:



Hérna er einnar mínútu mynd sem að ég sá fyrir algjöra tilviljun þegar hún var einhvern tíman 'featured' á forsíðu Youtube. Myndin fylgir mjög ströngum Dogma reglum. Má einungis vera 1 mínúta, svartur og hvítur eru einu litirnir sem má nota og má vera einungis tekinn upp einu sinni, verður að vera ein heil taka etc, etc... Þessi mynd finnst mér sýna hvað það er hægt að gera margt með kvikmynda miðilinn og hef ég ekki gleymt henni þó það séu 2 ár síðan ég sá hana:



Kannski að ég geri annað svona blogg einhvern tíman seinna og hef þá fleiri stuttmyndir. Tónlist og kvikmyndir fara auðvitað mjög vel saman og skiptir hún oft mjög miklu máli og eykur við gæði myndarinnar. Það var svona eiginlega ástæðan afhverju ég gerði þessa færslu.

2 aukamyndbönd:

Hérna eru 2 aukamyndbönd sem mér finnst vera snilld. Horfið á þau ekki frekar en þið viljið...

Þetta hér er úr grínmyndinni 'Top Secret' eftir Zucker bræður. Algjört snilldar atriði sem fær mig alltaf til að hlæja. Ein af uppáhaldsgrínmyndunum mínum:



'Alice' er lag eftir tónlistarmanninn Pogo sem notar í þessu lagi næstum einungis hljóðbrot úr myndinni 'Alice In Wonderland'. Þetta lag er dáleiðandi og ótrúlega flott að mínu mati. Myndbandið líka skemmtilegt...

1 comment:

  1. Ágæt færsla. 7 stig.

    Varðandi Where the Wild Things Are, þá hefur Jim Emerson einmitt verið að skrifa um hana undanfarna daga (blogs.suntimes.com/scanners). Þótt hans umfjöllun sé reyndar ekki 100% jákvæð þá mæli ég alveg með því að þú kíkir á hana, og kommentin sem eru líka mjög góð.

    ReplyDelete