Friday, November 27, 2009

Against The Dark


Against the Dark

Þessi mynd... Hvern djöfulinn læt ég Tóta alltaf endalaust plata mig út í! Það er löngu orðið að föstum atburði í lífi mínu að ég, Tóti og strákarnir leigjum mynd með Seagal. Það kannast allir við það að vera kannski heilan klukkutíma úti á video-leigu að leita að bara einhverri sæmilegri mynd en það eina sem til er annaðhvort Schindler's list eða Christmas with the Kranks. Þetta á að vera einfalt! Þegar maður er að hitta vini sína nennir enginn að taka eithvað epískt stórvirki eða fjölskyldumynd. Þannig að lokum gefumst við alltaf upp og Tóti velur einhverja Seagal mynd.

Ég er því frekar sjóaður í lélegum Seagal myndum og geta þær verið andskoti fyndnar, en guð minn góður ef þetta telst ekki sem hægðir í filmuformi þá getum við bara gleymt þessu lífi. Það er sérstök list að geta farið hringinn og gert lélega mynd svo lélega að hún er snilld. En Þessi mynd er ekki snilld. Hún er ömung.

Einfaldur rökstuðningur: Myndin fjallar um vampíru-uppvakninga-skrímsli og Steven Seagal eða Tao eins og hann (augljóslega) heitir í myndinni leiðir hóp fólks með fetish fyrir leðri sem drepa vampíru-uppvakninga með hlutum sem glansa sama hversu asnalegir og ömurlega gagnslausir þeir eru. Q.e.d.

En þetta gæti verið fyndið! Ó hvað þetta gæti verið fyndið! En er svo sannarlega ekki, því miður. Myndin snýst s.s. um hóp fólks sem hafði ákveðið að fela sig í spítala en reynir nú að komast út úr honum, því hann er fullur af uppvaknpírum (hver hefði getað séð það fyrir?), og djöfull var ég ekki látinn vita þegar það var ákveðið að spítali og völundarhús væri sama orðið. Versti. Spítali. Ever. Eins og alltaf er Seagal hetjan sem bjargar öllum. Samt ekki, því það deyja fáránlega margir í enda myndarinnar. Það gladdi mig smá.

Leikararnir eru hræðilegir í þessari mynd og mjög auðgleymanlegir og það sem verst er, þá er Seagal ekkert sérlega stórt hlutverk! Hann er allan fyrri helming myndarinnar að labba í einhverju porti, eftir sama djöfulsins portinu! Þessi mynd er svo mikið rugl! Ég á svo erfitt með að útskýra hvað hún er léleg því það er svo erfitt að láta þennan söguþráð meika sens! Hann er svo random!

Eina sem ég get sagt er að það er óhætt að segja að handrit, klipping, myndataka og leikstjórn er algjör brandari. Ótrúlega augljós continuity vandamál á ófáum stöðum og klipparinn var ekki að hata að nota sömu skotin oftar en einu sinni, t.d. var eitt skot af innyflum notað svona 10 sinnum af ástæðulausu. Seint mun ég líka gleyma uppvaknpírunni sem var hvítur í framan en ekki á bringunni og á höndunum, fagmennska út í gegn alveg hreint.

Þessi mynd á að vera svona I am Legend, The Omega Man, 28 days later pæling. Þar sem við erum orðin skrímslin og uppvaknpírurnar eru næsta skrefið í þróun og blah blah blah. En myndin er bara svo léleg að þetta skilar sér illa.

Það eru óteljandi hlutir að þessari mynd og á ég mjög erfitt með að nenna að tala um meira slæmt um þessa mynd. Hinsvegar eru til fyndnar Steven Seagal myndir eins og t.d. Half Past Dead og Flight of Fury. Það er fyndin mynd! Steven Seagal með tvær AK-47? Steven Seagal töfrandi sig upp á vörubíl? Random lesbíu atriði?(með því fyndnara sem ég hef séð). Þessi mynd hefur allt þetta að geyma og meira til!

Myndin Renegade Justice er meiri segja góð! (Á Seagal skalanum er hún nútíma meistaraverk). Djöfull kom það mér á óvart. Við strákarnir héldum að hún yrði algjört drasl og svo var hún bara ágætis áhorf. Ég á svo líka eftir að sjá Under Siege sem á að vera besta myndin hans. Því sagan segir að einu sinni hafi Seagal verið algjör badass.

Atriðið hérna fyrir neðan er úr myndinni Out for Justice þegar hann var ekki ömung.



Djöfull hefur kallinum farið hrakandi...

3 comments:

  1. Frábær færsla. 10 stig.

    Kveðja, Halldór

    ReplyDelete
  2. Nú hef ég ekki séð margar Steven Seagal myndir, en Under Siege var í góðu lagi (eða það fannst mér a.m.k. þegar ég var 15 ára). Under Siege 2 var hins vegar talsvert verri.

    Ágæt færsla. 6 stig.

    ReplyDelete
  3. P.S. Þig vantar eitt stig upp í kvótann.

    ReplyDelete