Tuesday, March 9, 2010

Edward Wood og Plan 9 From Outer Space!


Flestir sem hafa einhvern áhuga á kvikmyndum ættu kannast við nafnið Edward D. Wood Jr. Manninn sem er alræmdur fyrir að vera versti leikstjóri allra tíma. En eins og með marga aðra listamenn þá varð hann ekki frægur fyrr en hann var fallinn frá og náði sú frægð hápunkti þegar Tim Burton ákvað að gera kvikmynd um líf hans. Eflaust er það kaldhæðni örlaganna að sú mynd (Ed Wood) er talinn vera gífurlega góð kvikmynd og vann m.a. til tveggja óskarsverðlauna. Eftir að hafa séð Plan 9 From Outer Space þá hef ég ákveðið að horfa á hana sem fyrst.

Ég er búinn að vera lesa mér til um Edward Wood á netinu og það verður það að segjast að hann hafi verið vægt til orða tekið skrautlegur karakter. Hræðilegur framleiðandi, handritshöfundur og leikstjóri sem var þeim eiginleikum gæddur að vera ofurmannlega bjartsýnn og að hafa óbilandi sjálfstraust á öllu því sem hann tók sér fyrir hendur (líkti sér oft við hetjuna sína Orson Welles). Ef þú svo bætir ofan á þetta að hann hafi verið landgönguliði í seinni heimsstyrjöldinni, alkóhólisti, klæðskiptingur og með einkennilegt blæti fyrir angóra peysum þá er maður kominn með einn spes náunga.

Þegar ég hugsa um þennan mann kemur mér strax upp í hugann ein manneskja sem mér finnst vera hliðstæða hans að mörgu leyti. Bírtingur, því sama þótt að vindáttinn sé óhagstæð hjá þessum tveimur mönnum þá er alltaf horft á björtu hliðarnar í lífinu og reynt að gera það besta úr hlutunum og það blés alltaf á móti. Guð má vita að Ed Wood elskaði að gera kvikmyndir, því miður var hann bara ekkert sérlega góður í því. En það er bara eins og þeir segja: Maður á alltaf að rækta garðinn sinn, og það var það sem hann gerði. Mér finnst það vera minnisvarði um hveru sérstakur þessi maður var að nærtækasta dæmið sem ég fann var einhver svo fáránlegur að hann er ekki til í raunveruleikanum.Plan 9 From Outer Space er ein fyndin mynd, í svona hálftíma... en eftir það fannst mér hún vera algjör hryllingur og ekki sú gerð af hryllingi sem hún reynir að fiska eftir. Þetta var reyndar seint um kvöld og maður var orðinn smá þreyttur og kannski ekki nægilega vel á varðbergi fyrir hversu "fyndin" myndin var eftir þennan fyrsta hálftíma...

Hinsvegar er eitt sem ég veit og það er að söguþráðurinn í þessari mynd hlýtur að vera sá versti sem ég hef séð, Top Secret meikar meira sens! "Can your heart stand the shocking facts of grave robbers from outer space?" Bíddu leyfðu mér að hugsa, já ég held það bara. Það er ekkert hræðilegt við það. Ó nei! Það eru geimverur eru að stela dauðu fólki! (og lífga það við!) :O

Frá þessu sprettur væntanlega spurningin. Afhverju í fjandanum eru geimverur að grafa upp dautt fólk og lífga það við? Mig minnir að það hafi eitthvað með það að gera að maðurinn væri að vera búinn að búa til vél sem gæti nýtt sér orku sólarinnar og þá myndi sólin springa og þá myndi fara af stað keðjuverkum og allar sólir myndu springa og þess vegna er það eina rökrétta í stöðunni að endurlífga Bela Lugosi við sem vampíru (afhverju í helvítinu endurlífgast hann í vampírubúning?!?) og láta hann halda uppi skykkju sem hylur allt andlitið hans því þetta er ekkert fokking Bela Lugosi nema í svona 2 mínútur því hann fokking dó og þetta er bara einhver gamall kall sem var kírópraktor og leit út eins og Bela Lugosi ef það sást ekkert í andlitið á honum... SHIT HVAÐ ÞETTA ER ÖMURLEG MYND. AFHVERJU ERU VAMPÍRUR Í ÞESSARI MYND! Þetta er svo asnalegt! Þetta er eins og ég væri að gera rómantíska gamanmynd og myndi svo segja:

Ég veit hvað vantar í þessa mynd. Það vantar fleiri ruslakalla, já ég held ég ætli að hafa svona ruslakalla montage rétt um miðbik myndarinnar! Djöfull verður það tryllt. Það mun gera myndina svona fimmfalt betri. Ég er bestasti og sniðugasti maðurinn í bransanum. Húrra fyrir mér!



Ég s.s. datt út þegar aðalpersónurnar voru komnar inn í geimskipið og voru að ræða örlög alheimsins við geimverurnar í einhverju leiðinlegasta samtali sem hefur verið fest á filmu, ever. Næst þegar ég verð andvaka þá ætla ég bara að hugsa um það atriði.

Því verður samt ekki neitað að þessi mynd var drullufyndinn til að byrja með. Fljúgandi furðuhlutir þar sem maður sá greinilega spottana haldandi þeim uppi. Sviðsmyndirnar voru fáránlegar, sérstaklega stjórnklefinn í flugvélinni og þegar hershöfðinginn átti að standa í miðri eyðimörk en hann stóð í staðinn fyrir aftan vegg. Bara allt í góðu flippi. En þetta er líka einungis byrjunin, það er hægt að týna til svo mörg léleg atriði að það er ekki fyndið. Í alvörunni. Það hætti að vera fyndið þegar leið á myndina.

Það var reyndar eitt sem var vel gert. Tæknilega séð er það reyndar ekki vel gert en samt sem áður og það eru archive skotin sem Ed Wood notar. En þau eru svona tífalt betri en öll önnur skot notuð í myndinni og Wood notar þau óspart. Fyrst hélt ég að maðurinn hefði kannski örlitla hæfileika en þegar það fór að líða á myndina var það svo augljóst að það var sársaukafullt að þessi atriði ættu ekkert skylt við Ed Wood.

Fáránleg mynd, fáránlegur maður, vafasöm skemmtun.

Hérna er fyrsta atriðið úr myndinni fyrir áhugasama:



"If you want to know me, see 'Glen or Glenda'. That's me, that's my story, no question. But 'Plan 9' is my pride and joy."
-Ed Wood

1 comment: