Monday, January 4, 2010

Drunken Master Numero Uno


Um daginn fékk ég nokkrar vel valdar myndir lánaðar og var Drunken Master þar á meðal. Góð lýsing á myndinni væri að reyna að telja upp allar helstu klisjur sem einkenna Kung Fu myndir frá Hong Kong, þar með ertu kominn með þessa mynd! Að sjálfsögðu horfði ég á hana ömurlega dubbaða og með texta líka í þokkabót! Sem var mjög skemmtilegt því textinn og talið, þó það væri væntanlega á bæði á ensku var alls ekki í samræmi. Amerískt tal og evrópsk þýðing. Í vissri senu er spurt hvort að Jackie hafi farið í skóla og í talinu segist hann auðvitað hafa gert það, en í textanum segir hann "já, en ekki í langan tíma"(það hafði verið leiðinlegt, eða eitthvað álíka). Mér fannst þetta fyndið því þetta sýnir svo mikið hvernig Kaninn hugsar. Jájá! Mynd um mann sem lemur alla í spað og er oftar en ekki ofurölvi? Ekki málið! En að honum hafi fundist leiðinlegt í skóla? Guð minn góður! Stöðvið pressurnar, eyðið þessu út! Þetta gæti haft slæm áhrif á börnin okkar!

Já, dubbið var svo sannarlega lélegt og einnig leikurinn sem var í flestum tilfellum ekki upp á marga fiska. Húmorinn var líka ansi einfaldur og í því samhengi koma ýmis atriði upp í hugann eins og þegar Jackie leysir vind framan í andlitið á manneskju og letilega hendir henni face first í kúk. Ó hvað ég hefði elskað þessa mynd þegar ég var krakki.

En hvern er ég að plata! Mér finnst þessi mynd vera snilld núna! Þetta er bara svo mikil stemmning. Allir þessir hlutir sem ég taldi upp eru æðislegir. Hún er frábær skemmtun og ég ætla klárlega að horfa á hana aftur með strákunum. Ekta þannig mynd. Það sem er samt augljóslega best við hana eru bardagaatriðin. Jackie Chan er í vægast sagt bat-shit-insane góðu formi í þessari mynd. Choreocraphy-ian er í minnsta lagi jafn góð og gerist nú til dags. Myndatakan er frábær í þeim senum og ekki annað en hægt að elska öll þessi sound effect. Það mætti halda að þeir væru að sparka upp hvirfilvind! Alkóhólista boxið hans Jackie er best og sannar bara enn fremur hversu góður skemmtikraftur maðurinn er. Hann er djöfull fyndinn.

Seinasti bardaginn er bæði í senn flottur og fyndinn. Jang Lee Hwang leikur illmennið Thunderleg (snilldar nafn by the way) er epískur og niðurlægir Jackie fyrst þegar þeir hittast. Eftir að hafa horft á smá aukaefni um myndina komst ég líka að því að hann er sjúkur badass í alvörunni. Með níunda dan í Tae Kwon Do. Hann var einnig í Víetnamstríðinu þar sem hann þjálfaði kóreska hermenn og kenndi þeim bardagalistir. Þar skoraði á hann einhver Víetnami sem var frægur fyrir að vera meistari með hnífa. Jang Lee neitaði og þá réðst maðurinn á hann að aftan frá með þeim afleiðingum að Jang Lee Norris gerði sér lítið fyrir, sneri sér við og roundhouse kickaði hann í andlitið og hann dó samstundis...
SAY WHAT AGAIN MOTHERFUCKER. SAY WHAT AGAIN!

Ég hafði líka gaman af því hvað persónan hans Jackie's er alger fáviti sem maður hefur eiginlega enga samúð með nema undir lokin. Væntanlega er formúlan á þann veg að fyrst er lærlingurinn ærslafullur kjáni sem breytist og verður að lokum yfirvegaðari og betri bardagamaður. En í þessari mynd er hann ærslafullur fáviti sem breytist að lokum og verður jafn mikill fáviti, sem berst við fólk hellaður. (Hann reyndar bjargar pabba sínum sem hafði fyrr í myndinni afneitað honum fyrir að vera fáviti. En ég ætla að segja að það sé sjúklega mikið smáatriði... því það er það.)

Eins og ég sagði áðan þá finnst mér þessi mynd snilld og ætla klárlega að horfa á hana aftur með strákunum. Kannski við tökum Out For Justice með Seagal í leiðinni líka, hver veit? Sá ég ekki líka rétt að við séum að fara horfa á Police Story einhvern miðvikudaginn.? Verður gaman að sjá hvort mér finnst hún betri eða verri...


Hérna er trailerinn fyrir áhugasama:



Ég veit ekki hvort er betra. Að hann sé kallaður Drunken Fairy í trailernum eða atriðið þar sem kona dubbar fyrir hann.

p.s. tónlistin í myndinni er líka alls ekki í verri kantinum!

2 comments:

  1. Þessi trailer er geðveikur. Ætti að geyma afrit af honum í einhverju menningarverðmætasafni. Skemmtilegt að horfa á þennan bardagastíl (þó hann sé absúrd).

    ReplyDelete
  2. Þessi hljómar ansi skemmtilega, og trailerinn er ansi góður. Ég hef ekki séð hana, en miðað við trailerinn þá held ég að Police Story sé ekki alveg jafn mikið rugl... En jú, planið er að horfa á Police Story. Reyndar á ég eftir að horfa á hana sjálfur, þ.a. það gæti verið að ég eigi eftir að horfa á hana í millitíðinni og ákveði að hún sé ekki alveg málið...

    Ef þú hefur gaman af myndum af þessu tagi mæli ég eindregið með cinemageddon.org. Þeir eru með haug af svona myndum...

    Skemmtileg færsla. 8 stig.

    ReplyDelete