Friday, November 27, 2009
Against The Dark
Against the Dark
Þessi mynd... Hvern djöfulinn læt ég Tóta alltaf endalaust plata mig út í! Það er löngu orðið að föstum atburði í lífi mínu að ég, Tóti og strákarnir leigjum mynd með Seagal. Það kannast allir við það að vera kannski heilan klukkutíma úti á video-leigu að leita að bara einhverri sæmilegri mynd en það eina sem til er annaðhvort Schindler's list eða Christmas with the Kranks. Þetta á að vera einfalt! Þegar maður er að hitta vini sína nennir enginn að taka eithvað epískt stórvirki eða fjölskyldumynd. Þannig að lokum gefumst við alltaf upp og Tóti velur einhverja Seagal mynd.
Ég er því frekar sjóaður í lélegum Seagal myndum og geta þær verið andskoti fyndnar, en guð minn góður ef þetta telst ekki sem hægðir í filmuformi þá getum við bara gleymt þessu lífi. Það er sérstök list að geta farið hringinn og gert lélega mynd svo lélega að hún er snilld. En Þessi mynd er ekki snilld. Hún er ömung.
Einfaldur rökstuðningur: Myndin fjallar um vampíru-uppvakninga-skrímsli og Steven Seagal eða Tao eins og hann (augljóslega) heitir í myndinni leiðir hóp fólks með fetish fyrir leðri sem drepa vampíru-uppvakninga með hlutum sem glansa sama hversu asnalegir og ömurlega gagnslausir þeir eru. Q.e.d.
En þetta gæti verið fyndið! Ó hvað þetta gæti verið fyndið! En er svo sannarlega ekki, því miður. Myndin snýst s.s. um hóp fólks sem hafði ákveðið að fela sig í spítala en reynir nú að komast út úr honum, því hann er fullur af uppvaknpírum (hver hefði getað séð það fyrir?), og djöfull var ég ekki látinn vita þegar það var ákveðið að spítali og völundarhús væri sama orðið. Versti. Spítali. Ever. Eins og alltaf er Seagal hetjan sem bjargar öllum. Samt ekki, því það deyja fáránlega margir í enda myndarinnar. Það gladdi mig smá.
Leikararnir eru hræðilegir í þessari mynd og mjög auðgleymanlegir og það sem verst er, þá er Seagal ekkert sérlega stórt hlutverk! Hann er allan fyrri helming myndarinnar að labba í einhverju porti, eftir sama djöfulsins portinu! Þessi mynd er svo mikið rugl! Ég á svo erfitt með að útskýra hvað hún er léleg því það er svo erfitt að láta þennan söguþráð meika sens! Hann er svo random!
Eina sem ég get sagt er að það er óhætt að segja að handrit, klipping, myndataka og leikstjórn er algjör brandari. Ótrúlega augljós continuity vandamál á ófáum stöðum og klipparinn var ekki að hata að nota sömu skotin oftar en einu sinni, t.d. var eitt skot af innyflum notað svona 10 sinnum af ástæðulausu. Seint mun ég líka gleyma uppvaknpírunni sem var hvítur í framan en ekki á bringunni og á höndunum, fagmennska út í gegn alveg hreint.
Þessi mynd á að vera svona I am Legend, The Omega Man, 28 days later pæling. Þar sem við erum orðin skrímslin og uppvaknpírurnar eru næsta skrefið í þróun og blah blah blah. En myndin er bara svo léleg að þetta skilar sér illa.
Það eru óteljandi hlutir að þessari mynd og á ég mjög erfitt með að nenna að tala um meira slæmt um þessa mynd. Hinsvegar eru til fyndnar Steven Seagal myndir eins og t.d. Half Past Dead og Flight of Fury. Það er fyndin mynd! Steven Seagal með tvær AK-47? Steven Seagal töfrandi sig upp á vörubíl? Random lesbíu atriði?(með því fyndnara sem ég hef séð). Þessi mynd hefur allt þetta að geyma og meira til!
Myndin Renegade Justice er meiri segja góð! (Á Seagal skalanum er hún nútíma meistaraverk). Djöfull kom það mér á óvart. Við strákarnir héldum að hún yrði algjört drasl og svo var hún bara ágætis áhorf. Ég á svo líka eftir að sjá Under Siege sem á að vera besta myndin hans. Því sagan segir að einu sinni hafi Seagal verið algjör badass.
Atriðið hérna fyrir neðan er úr myndinni Out for Justice þegar hann var ekki ömung.
Djöfull hefur kallinum farið hrakandi...
Sunday, November 22, 2009
Unforgiven
Unforgiven
Fyrir tæpu einu og hálfu ári ákvað ég að ég ætlaði horfa á þessa mynd um leið og ég myndi finna hana einhvers staðar á leigu. Ástæðan fyrir þessu var sú að ég var niðursokkin í myndasögu að nafni Preacher.
Það var ekki fyrr en síðastliðið sumar sem ég byrjaði að lesa einhverjar myndasögur. Sögur sem höfðu gífurleg áhrif á þann miðil og í leiðinni á kvikmyndaiðnaðinn. The Dark Knight Returns eftir Frank Miller t.d. svipar að ýmsu leyti til mynda Nolans. 300 eftir sama höfund er búið að gera kvikmynd um. Watchmen sem er líka búið að gera kvikmynd um er eftir sama leikstjóra og 300. Sandman serían sem mun eflaust vera kvikmynduð er eftir höfundinn Neil Gaiman sem skrifaði einmitt skáldsögurnar Coraline og Stardust sem eru núna kvikmyndir og mæli ég eindregið með þeirri fyrrnefndu, ein af betri myndum sem ég hef séð í ár. (Og djöfull er þetta allt ruglingslegt.)
Í núverandi sköpunarleysi Hollywood hafa eins og raun ber vitni myndasögur orðið að guðsgjöf. Það er mitt álit að það sé nærri ógerlegt að reyna færa eitthvað úr einum miðli yfir í annan og ætlast til að þess að það sé jafn gott eða hvað þá betra en upprunalega efnið. Þó að myndasögur og kvikmyndir séu bæði sjónrænir miðlar þá er uppbygging þeirra ekki sú sama. Samt sem áður eru til undantekningar á þessu eins og Coraline, The Dark Knight og V for Vendetta.
Ástæðan fyrir því að ég minntist á þetta allt er að það er persóna í Preacher sem fær innblástur sinn í hlutverk Clint Eastwood úr Unforgiven og þetta er eitthvað sem mér finnst að ætti frekar að vera gert með báða miðla. Það er að nota þá sem innblástur fyrir hvorn annan og gera eitthvað nýtt og skapandi með þá sem hentar þeirra uppbyggingu.
Þegar ég las innganginn fyrir eina bókina komst ég að því að Garth Ennis höfundur Preacher elskaði vestra og sér í lagi þá gömlu (The Duke er t.d. einskonar samviska aðalpersónurnar og birtist við og við með góð ráð). Þar lýsti hann því yfir að ein aðalpersónan sem er mesti nagli í alheiminum (með hið gífurlega hóflega nafn Saint of Killers) sé byggður á William Munny. Ég elskaði þá persónu og því varð ég einhvern tímann að sjá þessa mynd.
Unforgiven er frábær mynd og hún er í algjöru uppáhaldi hjá mér einmitt núna. Þetta er gífurlega góð saga sem er sögð listavel á mjög einfaldan máta og gott dæmi um það er hversu góð persónusköpunin er. Hún er aldrei þvinguð eða sérstaklega augljós. Myndin hefur því augljóslega gott flæði.
Myndatakan er hreint út sagt stórbrotinn. Landslagið er með því fallegasta sem ég hef séð í mynd. Skotunum er alltaf vel stillt upp og ef ég þyrfti að lýsa þeim myndi ég segja að þau væru líkt og eitthvað sem að Sergio Leone hefði gert ef hann væri afslappaðari og ekki með jafn mikla fullkomnunaráráttu. Það eru svo mörg skot sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þessa mynd. Þegar Clint heimsækir leiði konu sinnar t.d. og öll lokasenan á barnum þar sem Clint sýnir að hann hefur engu gleymt og er jafn harður og hann var fyrri daginn.
Sú sena er algjörlega hápunktur myndarinnar og ef þið hafið ekki séð myndina þá mæli ég með að þið horfið ekki á brotið hér fyrir neðan og að drífa sig svo að horfa á þessa mynd. Magnað þegar haglabyssan er sýnd og það heyrist í óveðrinu úti. Fyrir alla aðra þá má finna brotið hér:
Unforgiven gæti verið talin sérstök að því að leyti að það er mjög óskýrt hvar mörkin liggja milli góðs og ills. Það er klárt mál að Clint sé söguhetjan og að antagonistinn sé Gene Hackman sem 'Litle Bill' en þessu gæti mjög auðveldlega verið öfugt farið og myndin sögð með Gene sem aðalsöguhetjuna. Hér eru engar ljósar eða dökkar hetjur að finna. Clint telur sig vera breyttan mann, að hann sé orðinn góður og heiðarlegur maður með hjartað á réttum stað en hver hefur sinn djöful að draga og í hans tilfelli þá er óhætt að segja að hann sé með sjálfan Lúsífer í stuttum taumi. Gene leikur hinsvegar fógeta sem telur sig vera með þær reglur og gildi sem skipta máli í lífinu á hreinu. Vill svo til að hann er ekki óhræddur við að framfylgja þeim með hrottalegri hegðun, sem er svo sannarlega ekki í samræmi við það sem hann prédikar. Eitt er samt víst, og það er að hér er um að ræða tvær mjög eftirminnilegar frammistöður.
Morgan Freeman stendur sig með ágætum sem Ned. Ég held að þetta sé fyrsta myndin sem ég sé með Morgan þar sem hann er ekki alvitur og með allt á hreinu. Seinasta manneskjan á lista yfir þetta leikara stórskotalið er Richard Harris sem fer á kostum sem English Bob. Hrokafullt skítseyði sem samt sem áður kann sitt hvað á sexhleypu og nýtir sér það til hins ýtrasta.
Því meira sem ég pæli í myndinni og því fleiri dagar sem líða frá því að ég sá hana verður hún enn betri. Það er alveg magnað. Atburðarrásin og leikurinn er mjög góður en það sem meira er þá er framleiðslan á myndinni í alla staði nærri því fullkominn hvort sem um er að ræða leikstjórn, myndatöku, búninga eða bara hvað sem er og það að mínu mati gerir þessa mynd frábæra.
Saturday, November 7, 2009
Fjórar góðar
Ég er búinn að vera komast að því meir og meir núna síðustu misseri hvað ég elska kvikmyndir mikið. Gaman að því og kannski meira um það seinna en þessi færsla mun fjalla um nokkrar myndir sem ég er búinn sjá síðastliðna viku. Zombieland, Some Like It Hot, The Lives of Others og V for Vendetta
Zombieland
Ég var búinn að heyra góða hluti um þessa og þar sem hún minnti mig á Shaun of the Dead sem er snilldarmynd og þá var ég orðinn ansi spenntur. Þó að atburðarásin í myndinni sé skammarlega þunn þá er þessi mynd mjööög góð skemmtun. Við hverju ætti maður líka eiginlega að búast við uppvakninga gamanmynd? Óskarsverðlauna handriti? Nei, myndin skilaði sínu og meira en það. Það eru mörg skemmtileg atriði í þessari mynd og þótt að sum þeirra séu helvíti hallærisleg þá eiga þau einmitt að vera það. Intro-ið fyrir myndina er frábært og eitt það flottasta sem ég hef séð í langan tíma (For Whom The Bell Tolls). Það minnir mig á þegar ég fór að sjá Watchmen í bíó og var næstum búinn að missa það yfir intro-inu. Leiðinlegt að restin af myndinni var ekki jafn góð. En back on topic, þá er Zombieland intro-ið geðveikt og myndin floppar ekki grimmt eins og Watchmen (mæli með bókinni frekar).
Hérna eru bestu gæðin af intro-inu sem ég fann:
Það sem gerir samt þessa mynd að því sem hún er, eru characterarnir sem eru minnisstæðir. Jesse Eisenberg sem lítur út fyrir að vera taka yfir hlutverkunum hans Michael Cera sem allsherjar unglingsstráks pussa er bara helvíti fyndinn og ég kann miklu betur við hann heldur en Cera. Emma Stone sem Wichita stóð sig vel. Hún var viðkunnaleg og fór ekkert í taugarnar á mér og finnst mér það vel að verki staðið. Kannski er ég einn um það en að mínu mati myndi ég halda að eitt það erfiðasta fyrir handritshöfund svona myndar er að gera viðkunnalega kvenmannspersónu. Þetta er svo hárfín lína sem þarf að dansa á. Ef hún er of hlédræg og gerir lítið, þá þolir maður hana ekki og finnst að hún hafa engan persónuleika, það koma svona milljón minningar upp í hugann þar sem kvenmanns persónan gerir ekkert annað en að væla og grenja allan tíman djöfull er það pirrandi. Hinsvegar ef að hún er alltof sjálfstæð þá sjálfkrafa þolir maður hana ekki því hún er hrokafull og óviðkunnaleg. Kannski er þetta bara karlremban í mér að tala en þetta er allaveganna kaldur raunveruleikinn sem ég þarf að lifa við þegar ég horfi á myndir. Abigail Breslin er að sama skapi fín í þessari mynd, en sá sem á þessa mynd er Woody Harrelson. Texas redneck í leit að hinum forboðna ávexti: Twinkie. Verður ekki mikið betra en það. Hann er mjög skemmtilegur í þessari mynd og ófá atriði sem sýna leikhæfileika hans og hve fyndinn maðurinn er.
Spennan á milli characteranna var vel gerð og fannst mér þessi týpíska flétta í miðri mynd þar sem allt hefur farið vel hingað til en svo allt í einu fer allt í kúk og kleinu ekki vera jafn týpisk og hún er venjulega. Aðalpersónur myndarinnar eru líka svo miklar andstæður að það býður upp á skemmtileg átök. Ég var ekkert sérlega mikið að pæla í myndatökunni í þessari mynd meðan ég var á henni enda var ég fyrst og fremst að njóta hennar. Hún er samt sem áður vel að verki staðinn á flestan hátt og eins og ég hef sagt þá er intro-ið mér ofarlega í huga þegar ég hugsa um þessa mynd. Hún er kannski ekki jafn góð og Shaun of the Dead en hún er samt helvíti fín skemmtun. Skemmir ekki heldur fyrir hvað hún er gory.
Some Like It Hot
Þetta er ógeðslega fáránlega góð mynd! Það er svo margt sem kemur saman hérna. Leikstjórn, myndataka og handritið er ótrúlega fyndið og ég var næstum búinn að gleyma því hvernig það er að nota heilann og "hlusta" á dialogue-ið í gamanmynd. Maður þarf að vera á tánum ef maður vill ekki missa af einhverju skemmtilegu og hér er enginn cheap shot klósettshúmor til staðar.
Eins og stelpurnar töluðu um í tíma um Billy Wilder þá eru myndirnar hans frekar einfaldar að því leyti að myndatakan er ekkert að skipta sér of mikið að. Myndin flæðir vel og það er þægilegt hvernig skotum er stillt upp á einn sérstakan stað og myndavélin er þar bara allan tímann og ekkert verið að færa hana til endalaust, einnig eins og sést þá eldist myndin ótrúlega vel. Myndin stendur þannig á sterkum stoðum hvað varðar alla framleiðslu, upptöku og svo framvegis. Þá er það bara eitt sem gæti skemmt fyrir/gert myndina betri og það er leikurinn, og hann er það BESTA við myndina. Marilyn Monroe, Tony Curtis og Jack Lemmon standa sig öll mjög mjög vel.
Monroe leikur sæta og heillandi ljósku sem hefur eitthvað átt erfitt með að finna ástina á þessum seinustu og erfiðustu tímum, hún er nú orðin 25 ára! Tíminn klárlega ekki með henni í liði. Ég er ekki frá því að hún sé skilgreiningin á Blonde Bombshell í þessari mynd.
Það eru samt samskipti og samleikur Tony Curtis og Jack Lemmon sem stendur upp úr. Ég veit ekki hve oft ég sagði við sjálfan mig: "Djöfull eru þetta góðir leikarar!". Þetta er næstum gallalaus frammistaða hjá þeim og það er fáránlegt hvað þeir ná vel saman. Að mínu mati eru sum af bestu atriðum myndarinnar þegar þeir deila skjánum saman. Hvort það sé hegðunin og hreimurinn hans Curtis sem Junior eða óborganlegu svipbrigðin hans Lemmon þá kemur þetta allt út svo áreynslulaust að maður varla trúir því. Góð sena sem sýnir þennan góða leik hjá öllum aðalpersónunum og skemmtilega klippingu er Tangó senan:
Þó að Curtis sé góður þá er samt Lemmon klárlega í uppáhaldi hjá mér. Ég er orðinn alveg svakalegur aðdáandi bara eftir þessa mynd, þetta bros! Öll þessi svipbrigði ýkt eða ekki þá eru þau frábær. Senan sem tekur við af Tangó senunni er æðisleg. Þegar Lemmon er að leika sér með hristurnar. Það er örugglega uppáhalds atriðið mitt í allri myndinni.
Þetta er örugglega með betri grínmyndum sem ég hef séð og ætla ég mér að kaupa hana. Ég þori að veðja á það að hún verður bara betri og betri með hverju áhorfi. Í lokasenunni þegar Osgood lætur þau fleygu orð falla að enginn sé fullkominn þá hefur hann rétt fyrir sér. Þessi mynd er samt andskoti nálægt því að afsanna það.
The Lives of Others
Margverðlaunuð mynd sem vann t.d. Óskarinn fyrir bestu erlendu mynd. Söguþráður myndarinnar er góður en það sem fangaði mig og gerði mig ótrúlega pirraðan og reiðan er umhverfið. Það var mjög flott ekki misskilja mig. Ég er að tala um Austur-Þýskaland og þann viðbjóð sem átti sér stað þar áratugum saman. Ég er ekki harður kapítalisti eða eitthvað þannig en svona sósíalismi eins og er sýndur í þessari mynd og átti sér stað í raunveruleikanum er ógeðslegur. Ef að ríkisafskiptin eru það mikil að íbúar landsins mega varla anda án þess að líta tvisvar í kringum sig er eitthvað mikið að. Fyndið að ég skuli svo hafa horft á V for Vendetta daginn eftir.
Hinsvegar er myndin mjög flott og standa leikararnir sig með prýði. Góð tónlist og andrúmsloft einkenna myndina.
Samt sem áður þá finnst mér þessi mynd ekki vera neitt epískt meistaraverki. Hún er að mínu mati einungis ágætt drama sem er samt ótrúlega langdregið. Kannski var það bara stemmningin sem ég var í þegar ég horfði á hana en myndin náði bara alls ekki að fanga athygli mína. Ég þurfti samt ekkert að pína mig að horfa á hana en hún náði aldrei að gera mig áhugasaman um framvinduna.
Svo var líka eitt annað sem böggaði mig ótrúlega mikið. Klippingin! Í heildina litið er hún allt í lagi, en það eru sum atriði sem mér fannst óþolandi að horfa á! Í fleiri en einni senu þar sem 2 eða fleiri persónur voru að tala saman voru nokkur sjónarhorn á þessar persónur og myndavélin var lítið sem ekkert hreyfð í skotunum. Leikararnir töluðu saman og það var verið að skipta á milli sjónarhorna enda-fokking-laust! Það var enginn hreyfing milli skota sem gerði það óþolandi og beinlínis pirrandi að horfa á. Um leið og ég tók eftir því gat ég ekki hugsað um neitt annað.
Dæmi um þetta má finna í þessu myndbandi frá um 3:15 og til enda myndbandsins
Myndavélin var lítið hreyfð í flestum senum myndarinnar en ég tók eftir því allaveganna á einum stað þegar verið er að fara inn í íbúð aðalleikarans og koma fyrir hlerunartækjum þá eru notuð mikið af hreyfiskotum(?), einnig mikið zoomað inn og út. Reyndar voru öll skotin allt að því að þeir koma að hurðinni að íbúðinni á hreyfingu. Það kom alveg vel út og örugglega notað í þeim tilgangi að mynda spennu og segja áhorfandanum að eitthvað sé að fara gerast. En þá skil ég ekki afhverju það var ekki notað meira.
Þetta má sjá á bilinu 8:00 til 8:50 eða svo...
Annars er myndin fín og veitti hún mér betri innsýn á ástandið sem var í Þýskalandi fyrir ekki svo löngu. Mitt persónulega mat væri hinsvegar að ljúga ef ég segði að þessi mynd væri frábær.
p.s. Stasi njósnarinn er sjúklega líkur Kevin Spacey! WTF?!
V For Vendetta
Eins og kom fram í Topp færslunni minni þá er þessi mynd í uppáhaldi hjá mér. Ég gat bara ekki staðist það að horfa á hana 5. nóvember. Þetta er ansi mikil Hollívúdd ræma en hvað um það! Þær geta líka verið góðar! Í fyrsta skiptið sem ég sá hana þá fannst mér hún vera 5 mínútur að líða því ég lifði mig heldur betur inn í hana. Þetta var örugglega í þriðja skiptið sem ég sá hana og ég hef verið að spara hana svolítið.
Eftir þetta áhorf skil ég betur fólk sem finnst myndin vera "hæg". Ég fattaði það aldrei fyrst en nú sé ég hvað það meinar. Myndin inniheldur andskoti mikið dialogue (eiginlega einungis samtöl) og lítið aksjón. Það er alltaf verið að útskýra plottið og subplottin og ef maður hefur ekki gaman af sögusviðinu eða persónum alveg frá byrjun þá er maður ekki að fara fýla myndina. Ég hinsvegar elska bæði sögusviðið og persónurnar.
Í þetta skipti náði ég líka að fylgjast betur með atburðarrásinni og smáatriðum sem ég hafði ekki tekið eftir áður eða steingleymt, t.d. var ég löngu búinn að gleyma því að persóna Steven
Fry í myndinni væri samkynhneigð. (Ekkert eins og það skipti einhverju máli fyrir framhald sögunnar)...
Handrit myndarinnar er að mínu mati mjög gott og það er alveg óhætt að eigna Alan Moore þann heiður. Samtöl V við Evey eru mjög skemmtileg, djúp og þjóna næstum alltaf þeim tilgangi að útskýra plottið eða sem drifkraftur fyrir myndina.
Ef ég þyrfti að giska myndi ég segja að Alan Moore væri þannig rithöfundur að hann byrjar ekki að skrifa bók án þess að vera búinn að skapa og móta allar helstu persónurnar mjög, mjöööög vel, hann er búinn að ákveða byrjun og þá sérstaklega endi bókarinnar algjörlega. Svo fléttar hann við þetta backstories og subplot eins og honum er einum lagið. Þetta elska ég, sama ástæða afhverju ég elska Watchmen (myndasöguna) svona mikið!
En það er ekki bara handritið og leikararnir sem eru góðir. Myndatakan og sögusviðið er einnig frábært. Nasista-Sósíalisma Bretland, helvíti gott...
Ég hef gaman af svona dystópíu hugmyndum og þetta sýnir það vel að mínu mati þó að það sé ýkt dæmi (annað eins hefur þó komið fyrir) hvað stóraukin ríkisafskipti eru álíka sniðug og... eitthvað sjúklega ósniðugt. "Strength through unity, unity through faith", meira helvítis kjaftæðið. Allir eiga sitt rétt á sínu frelsi.
Það eru mörg atriði sem ég hef í uppáhaldi í þessari mynd. T.d. fyrstu kynni V og Evey og þegar þau dansa saman seinna meir í myndinni. Atriðið þegar Evey hittir biskupinn, mexican standoff-ið milli V og Creedy og svo lengi mætti telja. Frábær myndataka, flott búningahönnun og sviðsmynd gera það að verkum að myndin hefur sinn eigin stíl sem ég elska.
Creedy vs V:
Ég er allavega ekki ennþá kominn með leið á þessari mynd og finnst mér hún eiginlega verða bara betri og betri með hverju áhorfi.
Fann þetta hér þegar ég var að leita að Creed senunni... smá djók, frekar fyndið samt. Algjörlega satt líka, náði alltaf rétt svo helmingnum af því sem hann sagði í þessu atriði!
Til að taka þetta saman. Þá voru þetta fjórar mjög mismunandi myndir sem eiga þó eitthvað sameiginlegt. Tvær grínmyndir: Ein mjög óraunveruleg og önnur aðeins meira raunveruleg.
Tvær dystópíu myndir: Ein raunveruleg og önnur mjög óraunveruleg.
Djöfulsins snilld.
Zombieland
Ég var búinn að heyra góða hluti um þessa og þar sem hún minnti mig á Shaun of the Dead sem er snilldarmynd og þá var ég orðinn ansi spenntur. Þó að atburðarásin í myndinni sé skammarlega þunn þá er þessi mynd mjööög góð skemmtun. Við hverju ætti maður líka eiginlega að búast við uppvakninga gamanmynd? Óskarsverðlauna handriti? Nei, myndin skilaði sínu og meira en það. Það eru mörg skemmtileg atriði í þessari mynd og þótt að sum þeirra séu helvíti hallærisleg þá eiga þau einmitt að vera það. Intro-ið fyrir myndina er frábært og eitt það flottasta sem ég hef séð í langan tíma (For Whom The Bell Tolls). Það minnir mig á þegar ég fór að sjá Watchmen í bíó og var næstum búinn að missa það yfir intro-inu. Leiðinlegt að restin af myndinni var ekki jafn góð. En back on topic, þá er Zombieland intro-ið geðveikt og myndin floppar ekki grimmt eins og Watchmen (mæli með bókinni frekar).
Hérna eru bestu gæðin af intro-inu sem ég fann:
Það sem gerir samt þessa mynd að því sem hún er, eru characterarnir sem eru minnisstæðir. Jesse Eisenberg sem lítur út fyrir að vera taka yfir hlutverkunum hans Michael Cera sem allsherjar unglingsstráks pussa er bara helvíti fyndinn og ég kann miklu betur við hann heldur en Cera. Emma Stone sem Wichita stóð sig vel. Hún var viðkunnaleg og fór ekkert í taugarnar á mér og finnst mér það vel að verki staðið. Kannski er ég einn um það en að mínu mati myndi ég halda að eitt það erfiðasta fyrir handritshöfund svona myndar er að gera viðkunnalega kvenmannspersónu. Þetta er svo hárfín lína sem þarf að dansa á. Ef hún er of hlédræg og gerir lítið, þá þolir maður hana ekki og finnst að hún hafa engan persónuleika, það koma svona milljón minningar upp í hugann þar sem kvenmanns persónan gerir ekkert annað en að væla og grenja allan tíman djöfull er það pirrandi. Hinsvegar ef að hún er alltof sjálfstæð þá sjálfkrafa þolir maður hana ekki því hún er hrokafull og óviðkunnaleg. Kannski er þetta bara karlremban í mér að tala en þetta er allaveganna kaldur raunveruleikinn sem ég þarf að lifa við þegar ég horfi á myndir. Abigail Breslin er að sama skapi fín í þessari mynd, en sá sem á þessa mynd er Woody Harrelson. Texas redneck í leit að hinum forboðna ávexti: Twinkie. Verður ekki mikið betra en það. Hann er mjög skemmtilegur í þessari mynd og ófá atriði sem sýna leikhæfileika hans og hve fyndinn maðurinn er.
Spennan á milli characteranna var vel gerð og fannst mér þessi týpíska flétta í miðri mynd þar sem allt hefur farið vel hingað til en svo allt í einu fer allt í kúk og kleinu ekki vera jafn týpisk og hún er venjulega. Aðalpersónur myndarinnar eru líka svo miklar andstæður að það býður upp á skemmtileg átök. Ég var ekkert sérlega mikið að pæla í myndatökunni í þessari mynd meðan ég var á henni enda var ég fyrst og fremst að njóta hennar. Hún er samt sem áður vel að verki staðinn á flestan hátt og eins og ég hef sagt þá er intro-ið mér ofarlega í huga þegar ég hugsa um þessa mynd. Hún er kannski ekki jafn góð og Shaun of the Dead en hún er samt helvíti fín skemmtun. Skemmir ekki heldur fyrir hvað hún er gory.
Some Like It Hot
Þetta er ógeðslega fáránlega góð mynd! Það er svo margt sem kemur saman hérna. Leikstjórn, myndataka og handritið er ótrúlega fyndið og ég var næstum búinn að gleyma því hvernig það er að nota heilann og "hlusta" á dialogue-ið í gamanmynd. Maður þarf að vera á tánum ef maður vill ekki missa af einhverju skemmtilegu og hér er enginn cheap shot klósettshúmor til staðar.
Eins og stelpurnar töluðu um í tíma um Billy Wilder þá eru myndirnar hans frekar einfaldar að því leyti að myndatakan er ekkert að skipta sér of mikið að. Myndin flæðir vel og það er þægilegt hvernig skotum er stillt upp á einn sérstakan stað og myndavélin er þar bara allan tímann og ekkert verið að færa hana til endalaust, einnig eins og sést þá eldist myndin ótrúlega vel. Myndin stendur þannig á sterkum stoðum hvað varðar alla framleiðslu, upptöku og svo framvegis. Þá er það bara eitt sem gæti skemmt fyrir/gert myndina betri og það er leikurinn, og hann er það BESTA við myndina. Marilyn Monroe, Tony Curtis og Jack Lemmon standa sig öll mjög mjög vel.
Monroe leikur sæta og heillandi ljósku sem hefur eitthvað átt erfitt með að finna ástina á þessum seinustu og erfiðustu tímum, hún er nú orðin 25 ára! Tíminn klárlega ekki með henni í liði. Ég er ekki frá því að hún sé skilgreiningin á Blonde Bombshell í þessari mynd.
Það eru samt samskipti og samleikur Tony Curtis og Jack Lemmon sem stendur upp úr. Ég veit ekki hve oft ég sagði við sjálfan mig: "Djöfull eru þetta góðir leikarar!". Þetta er næstum gallalaus frammistaða hjá þeim og það er fáránlegt hvað þeir ná vel saman. Að mínu mati eru sum af bestu atriðum myndarinnar þegar þeir deila skjánum saman. Hvort það sé hegðunin og hreimurinn hans Curtis sem Junior eða óborganlegu svipbrigðin hans Lemmon þá kemur þetta allt út svo áreynslulaust að maður varla trúir því. Góð sena sem sýnir þennan góða leik hjá öllum aðalpersónunum og skemmtilega klippingu er Tangó senan:
Þó að Curtis sé góður þá er samt Lemmon klárlega í uppáhaldi hjá mér. Ég er orðinn alveg svakalegur aðdáandi bara eftir þessa mynd, þetta bros! Öll þessi svipbrigði ýkt eða ekki þá eru þau frábær. Senan sem tekur við af Tangó senunni er æðisleg. Þegar Lemmon er að leika sér með hristurnar. Það er örugglega uppáhalds atriðið mitt í allri myndinni.
Þetta er örugglega með betri grínmyndum sem ég hef séð og ætla ég mér að kaupa hana. Ég þori að veðja á það að hún verður bara betri og betri með hverju áhorfi. Í lokasenunni þegar Osgood lætur þau fleygu orð falla að enginn sé fullkominn þá hefur hann rétt fyrir sér. Þessi mynd er samt andskoti nálægt því að afsanna það.
The Lives of Others
Margverðlaunuð mynd sem vann t.d. Óskarinn fyrir bestu erlendu mynd. Söguþráður myndarinnar er góður en það sem fangaði mig og gerði mig ótrúlega pirraðan og reiðan er umhverfið. Það var mjög flott ekki misskilja mig. Ég er að tala um Austur-Þýskaland og þann viðbjóð sem átti sér stað þar áratugum saman. Ég er ekki harður kapítalisti eða eitthvað þannig en svona sósíalismi eins og er sýndur í þessari mynd og átti sér stað í raunveruleikanum er ógeðslegur. Ef að ríkisafskiptin eru það mikil að íbúar landsins mega varla anda án þess að líta tvisvar í kringum sig er eitthvað mikið að. Fyndið að ég skuli svo hafa horft á V for Vendetta daginn eftir.
Hinsvegar er myndin mjög flott og standa leikararnir sig með prýði. Góð tónlist og andrúmsloft einkenna myndina.
Samt sem áður þá finnst mér þessi mynd ekki vera neitt epískt meistaraverki. Hún er að mínu mati einungis ágætt drama sem er samt ótrúlega langdregið. Kannski var það bara stemmningin sem ég var í þegar ég horfði á hana en myndin náði bara alls ekki að fanga athygli mína. Ég þurfti samt ekkert að pína mig að horfa á hana en hún náði aldrei að gera mig áhugasaman um framvinduna.
Svo var líka eitt annað sem böggaði mig ótrúlega mikið. Klippingin! Í heildina litið er hún allt í lagi, en það eru sum atriði sem mér fannst óþolandi að horfa á! Í fleiri en einni senu þar sem 2 eða fleiri persónur voru að tala saman voru nokkur sjónarhorn á þessar persónur og myndavélin var lítið sem ekkert hreyfð í skotunum. Leikararnir töluðu saman og það var verið að skipta á milli sjónarhorna enda-fokking-laust! Það var enginn hreyfing milli skota sem gerði það óþolandi og beinlínis pirrandi að horfa á. Um leið og ég tók eftir því gat ég ekki hugsað um neitt annað.
Dæmi um þetta má finna í þessu myndbandi frá um 3:15 og til enda myndbandsins
Myndavélin var lítið hreyfð í flestum senum myndarinnar en ég tók eftir því allaveganna á einum stað þegar verið er að fara inn í íbúð aðalleikarans og koma fyrir hlerunartækjum þá eru notuð mikið af hreyfiskotum(?), einnig mikið zoomað inn og út. Reyndar voru öll skotin allt að því að þeir koma að hurðinni að íbúðinni á hreyfingu. Það kom alveg vel út og örugglega notað í þeim tilgangi að mynda spennu og segja áhorfandanum að eitthvað sé að fara gerast. En þá skil ég ekki afhverju það var ekki notað meira.
Þetta má sjá á bilinu 8:00 til 8:50 eða svo...
Annars er myndin fín og veitti hún mér betri innsýn á ástandið sem var í Þýskalandi fyrir ekki svo löngu. Mitt persónulega mat væri hinsvegar að ljúga ef ég segði að þessi mynd væri frábær.
p.s. Stasi njósnarinn er sjúklega líkur Kevin Spacey! WTF?!
V For Vendetta
Eins og kom fram í Topp færslunni minni þá er þessi mynd í uppáhaldi hjá mér. Ég gat bara ekki staðist það að horfa á hana 5. nóvember. Þetta er ansi mikil Hollívúdd ræma en hvað um það! Þær geta líka verið góðar! Í fyrsta skiptið sem ég sá hana þá fannst mér hún vera 5 mínútur að líða því ég lifði mig heldur betur inn í hana. Þetta var örugglega í þriðja skiptið sem ég sá hana og ég hef verið að spara hana svolítið.
Eftir þetta áhorf skil ég betur fólk sem finnst myndin vera "hæg". Ég fattaði það aldrei fyrst en nú sé ég hvað það meinar. Myndin inniheldur andskoti mikið dialogue (eiginlega einungis samtöl) og lítið aksjón. Það er alltaf verið að útskýra plottið og subplottin og ef maður hefur ekki gaman af sögusviðinu eða persónum alveg frá byrjun þá er maður ekki að fara fýla myndina. Ég hinsvegar elska bæði sögusviðið og persónurnar.
Í þetta skipti náði ég líka að fylgjast betur með atburðarrásinni og smáatriðum sem ég hafði ekki tekið eftir áður eða steingleymt, t.d. var ég löngu búinn að gleyma því að persóna Steven
Fry í myndinni væri samkynhneigð. (Ekkert eins og það skipti einhverju máli fyrir framhald sögunnar)...
Handrit myndarinnar er að mínu mati mjög gott og það er alveg óhætt að eigna Alan Moore þann heiður. Samtöl V við Evey eru mjög skemmtileg, djúp og þjóna næstum alltaf þeim tilgangi að útskýra plottið eða sem drifkraftur fyrir myndina.
Ef ég þyrfti að giska myndi ég segja að Alan Moore væri þannig rithöfundur að hann byrjar ekki að skrifa bók án þess að vera búinn að skapa og móta allar helstu persónurnar mjög, mjöööög vel, hann er búinn að ákveða byrjun og þá sérstaklega endi bókarinnar algjörlega. Svo fléttar hann við þetta backstories og subplot eins og honum er einum lagið. Þetta elska ég, sama ástæða afhverju ég elska Watchmen (myndasöguna) svona mikið!
En það er ekki bara handritið og leikararnir sem eru góðir. Myndatakan og sögusviðið er einnig frábært. Nasista-Sósíalisma Bretland, helvíti gott...
Ég hef gaman af svona dystópíu hugmyndum og þetta sýnir það vel að mínu mati þó að það sé ýkt dæmi (annað eins hefur þó komið fyrir) hvað stóraukin ríkisafskipti eru álíka sniðug og... eitthvað sjúklega ósniðugt. "Strength through unity, unity through faith", meira helvítis kjaftæðið. Allir eiga sitt rétt á sínu frelsi.
Það eru mörg atriði sem ég hef í uppáhaldi í þessari mynd. T.d. fyrstu kynni V og Evey og þegar þau dansa saman seinna meir í myndinni. Atriðið þegar Evey hittir biskupinn, mexican standoff-ið milli V og Creedy og svo lengi mætti telja. Frábær myndataka, flott búningahönnun og sviðsmynd gera það að verkum að myndin hefur sinn eigin stíl sem ég elska.
Creedy vs V:
Ég er allavega ekki ennþá kominn með leið á þessari mynd og finnst mér hún eiginlega verða bara betri og betri með hverju áhorfi.
Fann þetta hér þegar ég var að leita að Creed senunni... smá djók, frekar fyndið samt. Algjörlega satt líka, náði alltaf rétt svo helmingnum af því sem hann sagði í þessu atriði!
Til að taka þetta saman. Þá voru þetta fjórar mjög mismunandi myndir sem eiga þó eitthvað sameiginlegt. Tvær grínmyndir: Ein mjög óraunveruleg og önnur aðeins meira raunveruleg.
Tvær dystópíu myndir: Ein raunveruleg og önnur mjög óraunveruleg.
Djöfulsins snilld.
Subscribe to:
Posts (Atom)