Sunday, February 28, 2010

Police Story

Það verður að segjast að þessi mynd kom öllum að óvörum sem sáu hana á miðvikudaginn. Hún var náttúrulega algjört bull. En svona á maður að gera skemmtilega spennumynd! Hún var fáránleg, fyndin og með klikkuð spennuatriði! Handritið var basically einungis til staðar til að einhvern veginn ná að festa saman nokkur stór áhættu og bardagaatriði.

Inn á milli þeirra atriða datt niður tempoið. Það er samt vel hægt að fyrirgefa myndinni það. Því hún var oft mjög fyndin þegar spennan var ekki í fyrirrúmi. Bæði fyndin þegar hún var að reyna það en oftast þegar hún var ekki að reyna það. Góð blanda af þessu tvennu er að finna t.d. þegar Jackie tekur með sér gelluna sem hann á að vera vernda með sér heim og ekkert gengur upp fyrir aumingjans karlinn.

Auk þess að leika aðalhlutverkið þá er Jackie líka leikstjóri myndarinnar og tekst honum frábærlega að skapa ánægjulega mynd sem að (sérstaklega) enginn karlmaður ætti að láta fram hjá sér fara!

Mörg atriði í myndinni voru alveg klikkuð og þá sérstaklega þegar lögreglan ákveður að elta glæpamennina niður hæð sem er uppfull af lélegum kofaskriflum, einhvers konar shanti town. Þetta er mjög gott dæmi um atriði sem er vel útpælt og kemur ótrúlega vel út. Michael Bay tók það svo upp á sína arma að endurgera þetta atriði nákvæmlega eins í mynd sinni Bad Boys II. Reyndar ekki alveg eins... það er svona þrefalt meira magn af sprengingum í því + það er gulur Hummer sem gereyðileggur allt sem verður fyrir vegi hans.

Hérna er upprunalega atriðið:



Hérna er það Michael Bay-að:



Ég ætlaði vart að trúa mínum eigin augum þegar að ég horfði á sum bardaga atriðin í þessari mynd. Hér ekkert verið að reyna rugla mann í ríminu með því að klippa spennuatriðin í sundur og saman. Heldur fær maður að sjá vel útpælt og vel choreogröphuð atriði. Mikið af áhættuatriðunum eru ekkert áhættuatriði, það er bara vel bókað að þú sért að fara meiða þig ógeðslega mikið. Hversu oft datt einhver ofan á gler og mölbraut það? Hversu oft var einhverjum hent harkalega á vegg? Djöfulsins snilld.

Ég held að það hafi svo verið Árni Gunnar sem sagði mér það að atriðið þar sem Jackie rennur sér niður einhver ljós í enda myndarinnar hafi þurft að vera tekið upp tvisvar. Því í fyrra skiptið hafi Jackie höfuðkúpubrotnað. Enda var þetta atriði sýnt þrisvar (ef ekki oftar) frá mismunandi sjónarhornum í myndinni.

Eins og allir heyrðu á miðvikudaginn gerðist það oftar en einu sinni að ég og strákarnir þurftum að gefa frá okkur hljóð eins og "aaaauhh!!" þegar við sáum þessi atriði. Ég veit ekki hversu langt síðan ég gerði það seinast. Maður hegðaði sér semí eins og maður væri tólf ára. Verð að segja að það sé stór plús en ekki mínus fyrir þessa mynd!

Svona á að gera góða poppkornsmynd. Fyndin, fáránleg og fullt af geðveikum bardagaatriðum. Það er orðið leiðinlegt hvað allar þessar hollywood hasarmyndir eru orðnar ömurlega klipptar með myndavél sem ætlar ekki að hætta að hristast. Þær eru líka alltof alvarlegar og einblína oftar en ekki á lélega sögu í stað þess að vera einblína sér á það sem þær ættu að vera að gera.

Að fá mig til að segja "aaaauuhh!!"

Þó að Drunken Master sé góð þá er þessi mynd muuuun betri.

Trailerinn fyrir myndinna hér:

1 comment:

  1. Ótrúlega mikill munur á klippingunni í Police Story og svo Bad Boys. Framsetningin í Police Story er ekkert fullkomin, en ég verð að segja að mér finnst hún flottari og meira impressive en allar klippingarnar í Bad Boys.

    Flott færsla. 8 stig.

    ReplyDelete