Að mínu mati er L.A. Confidential hin fullkomna Hollywood mynd. Ég horfði á hana í jólafríinu og þetta er örugglega besta mynd sem ég hef séð. Allaveganna í topp þremur. Ég hafði svo oft séð hulstrið af myndinni úti á leigu og alltaf hunsað það. Ég var búinn að ákveða að þessi mynd höfðaði ekki til mín. En svo í fyrra horfðum við á Chinatown sem mér fannst vera mjög góð. Eftir það las ég einhvers staðar eða heyrði, að þessi mynd væri í álíka stíl bara "nútímavæddari". Eftir að hafa séð hana get ég ekki sagt að mér finnist það alveg satt. Þó að þær eru líka að ýmsu leyti. En það var út af Chinatown að ég loksins ákvað að leigja hana af Borgarbókasafninu og því sé ég svo sannarlega ekki eftir.
L.A. Confidential kom út árið 1997 og var rænd Óskarnum sem besta mynd, þegar skepnan Titanic hirti öll verðlaun sem hægt var að hirða og enginn sagði neitt þar sem að hún var orðin tekjuhæsta mynd allra tíma. Eftir á að hyggja held ég að flestir séu sammála um það að L.A. er mun betri mynd en Titanic.
Myndin er byggð á bók eftir James Ellroy að sama nafni og er þriðja bókin af fjórleik. Myndin Black Dahlia eftir Brian De Palma er einnig úr þessum fjórleik en hún floppaði allhrikalega og er af flestum talin allt nema góð. Hins vegar hafa orðrómar verið lengi til um hugsanlegt framhald af L.A. Confidential og að sami leikstjóri og handritshöfundur L.A. ætluðu að vinna að þeirri mynd. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það... En ó jæja það skemmir samt sem áður ekki fyrri myndina þó að sú seinni verði léleg!
Það gengur nánast allt upp í L.A. Confidential. Það er smá óhuggulegt þegar ég pæli í því. Þríeykið Guy Pearce, Kevin Spacey og Russell Crowe eru frábærir og þetta er klárlega besta frammistaða Crowe's að mínu mati. Aukaleikarar standa sig líka vel og er réttur maður í hverju hlutverki. Kim Basinger, Danny Devito, James Cromwell, Simon Baker eru öll áhugaverð og gæða myndina lífi og frá því að maður sér þau fyrst þá finnst maður vita svo mikið um bakgrunn þeirra. Kannski er þetta bara ég sem skynja þetta svona, eða kannski er þetta vegna þess hversu miklar stereotýpur þau eru. Mér fannst þetta allaveganna virka vel.
Það er ekkert sem ég get sett út á kvikmyndatökuna. Hún er eins fullkominn og hægt verður í minni bók. Passar vel við atriðin, hvort það séu samtöl eða spennuatriði. Tónlistin hjálpar líka til að búa til rétt andrúmsloft fyrir þennan "neo noir" krimma ef ég leyfi mér að vitna í wikipedia. Það kom mér líka skemmtilega á óvart að Jerry Goldsmith gerði tónlistina fyrir myndina en hann gerði nefnilega líka tónlistina fyrir Patton.
Hérna er frábært atriði sem sýnir flotta kvikmyndatöku og tónlistina sem passar mjög vel við. Ég hef sérstaklega gaman af PoV skoti ljósmyndarans rétt áður en hann tekur myndina og svo þegar það er loks zoomað út og það er verið að halda á morgunblaðinu með myndina framan á. Þetta atriði er svo smooth.
L.A. Confidential kom út árið 1997 og var rænd Óskarnum sem besta mynd, þegar skepnan Titanic hirti öll verðlaun sem hægt var að hirða og enginn sagði neitt þar sem að hún var orðin tekjuhæsta mynd allra tíma. Eftir á að hyggja held ég að flestir séu sammála um það að L.A. er mun betri mynd en Titanic.
Myndin er byggð á bók eftir James Ellroy að sama nafni og er þriðja bókin af fjórleik. Myndin Black Dahlia eftir Brian De Palma er einnig úr þessum fjórleik en hún floppaði allhrikalega og er af flestum talin allt nema góð. Hins vegar hafa orðrómar verið lengi til um hugsanlegt framhald af L.A. Confidential og að sami leikstjóri og handritshöfundur L.A. ætluðu að vinna að þeirri mynd. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það... En ó jæja það skemmir samt sem áður ekki fyrri myndina þó að sú seinni verði léleg!
Það gengur nánast allt upp í L.A. Confidential. Það er smá óhuggulegt þegar ég pæli í því. Þríeykið Guy Pearce, Kevin Spacey og Russell Crowe eru frábærir og þetta er klárlega besta frammistaða Crowe's að mínu mati. Aukaleikarar standa sig líka vel og er réttur maður í hverju hlutverki. Kim Basinger, Danny Devito, James Cromwell, Simon Baker eru öll áhugaverð og gæða myndina lífi og frá því að maður sér þau fyrst þá finnst maður vita svo mikið um bakgrunn þeirra. Kannski er þetta bara ég sem skynja þetta svona, eða kannski er þetta vegna þess hversu miklar stereotýpur þau eru. Mér fannst þetta allaveganna virka vel.
Það er ekkert sem ég get sett út á kvikmyndatökuna. Hún er eins fullkominn og hægt verður í minni bók. Passar vel við atriðin, hvort það séu samtöl eða spennuatriði. Tónlistin hjálpar líka til að búa til rétt andrúmsloft fyrir þennan "neo noir" krimma ef ég leyfi mér að vitna í wikipedia. Það kom mér líka skemmtilega á óvart að Jerry Goldsmith gerði tónlistina fyrir myndina en hann gerði nefnilega líka tónlistina fyrir Patton.
Hérna er frábært atriði sem sýnir flotta kvikmyndatöku og tónlistina sem passar mjög vel við. Ég hef sérstaklega gaman af PoV skoti ljósmyndarans rétt áður en hann tekur myndina og svo þegar það er loks zoomað út og það er verið að halda á morgunblaðinu með myndina framan á. Þetta atriði er svo smooth.
Myndin er period mynd og heimurinn sem hún skapar er mjög áhugaverður. Spilling og skuggahliðar glamúrímyndar Los Angeles er komið vel til skila. Allt þetta sem ég hef nefnt fyrir ofan getur maður haft í bíómynd en hún getur samt sem áður verið ekkert sérstök eða í besta lagi mjög vel gerð. En L.A. hefur þetta allt og geðveikan söguþráð.
Kevin Spacey segir frá ímynduðum manni í þessari myndsem hefur gríðarleg áhrif á gang mála, og ekki er það í fyrsta skipti sem hann gerir það í bíómynd. Fatta þeir sem fatta geta. Það atriði sem hann segir frá þessum manni er svo snilldarlega gert og í bland við söguþráð sem er alltaf spennandi og áhugaverður gerir það þessa mynd með þeim bestu sem ég hef séð.
Ég er kannki blindur á L.A. Confidential því hún heillaði mig upp úr skónum við fyrsta áhorf en að mínu mati er erfitt að finna veikan punkt í henni. Svo ef þú hefur ekki séð þessa mynd en sérð hulstrið einhvers staðar. Gerðu þér þá greiða og horfðu á hana. Ekki dæma mynd út frá hulstrinu!
Hérna er trailerinn, hann er svo hræðilega cheesy og lélegur að hann gerir eiginlega myndina það mun betri í samanburði!
Djöfull er þetta slæmt. "They were three cops" Ugh..
Kevin Spacey segir frá ímynduðum manni í þessari myndsem hefur gríðarleg áhrif á gang mála, og ekki er það í fyrsta skipti sem hann gerir það í bíómynd. Fatta þeir sem fatta geta. Það atriði sem hann segir frá þessum manni er svo snilldarlega gert og í bland við söguþráð sem er alltaf spennandi og áhugaverður gerir það þessa mynd með þeim bestu sem ég hef séð.
Ég er kannki blindur á L.A. Confidential því hún heillaði mig upp úr skónum við fyrsta áhorf en að mínu mati er erfitt að finna veikan punkt í henni. Svo ef þú hefur ekki séð þessa mynd en sérð hulstrið einhvers staðar. Gerðu þér þá greiða og horfðu á hana. Ekki dæma mynd út frá hulstrinu!
Hérna er trailerinn, hann er svo hræðilega cheesy og lélegur að hann gerir eiginlega myndina það mun betri í samanburði!
Djöfull er þetta slæmt. "They were three cops" Ugh..